Innlent

Félagsbústaðir leigja til að leigja

Frá fundi borgarráðs 10. apríl 2008.
Frá fundi borgarráðs 10. apríl 2008.

Borgarráð samþykkti í gær að fela stjórn Félagsbústaða að auglýsa eftir leiguíbúðum á almennum markaði til endurleigu fyrir þá sem eru á biðlista eftir húsnæði á vegum velferðarsviðs borgarinnar. Um er að ræða leigu- og þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara að fjölbreyttri stærð og gerð. Leitast verður við að tryggja félagslegan fjölbreytileika við val á húsnæði.

Svandís lagðist eindregið gegn tillögunni

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði, kaus gegn tillögunni og sagðist í bókun leggjast eindregið gegn hugmyndinni. Allt frá stofnun hafi það verið stefna Félagsbústaða að eiga það íbúðarhúsnæði sem sé leigt út. Svandís gagnrýndi að hugmyndin hafi verið kynnt í fréttatilkynningu áður en hún hafi hlotið endanlega afgreiðslu í borgarráði.

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.

Jafnframt sagði Svandís að það vekti furðu að fækka eigi þeim íbúðum sem til stóð að kaupa. ,,Félagsbústaði vantar tæplega 900 íbúðir fyrir fólk í vanda og væri nær að stórauka kaup á íbúðarhúsnæði og slá þannig tvær flugur í einu höggi með því að leysa vanda leigjendanna og hafa jafnframt jákvæð áhrif á íbúðamarkað í Reykjavík," sagði Svandís í bókun.

Eiga ekki kost á leighúsnæði á viðráðanlegum kjörum

Félagsbústaðir starfa undir borgarstjórn Reykjavíkavíkur og hafa það markmið að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni til þess að mæta húsnæðisþörf þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×