Sveitarfélögin fá einn milljarð kr. aukalega úr ríkissjóði 11. desember 2008 13:43 Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur eftir forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að aukaframlag að fjárhæð 1,0 milljarður króna verði í þeim fjárlögum sem endanlega verða samþykkt og að ekki verði gerðar breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á ríkiseignir. Jafnframt standi til að heimila sveitarfélögum 0,25% stiga hækkun útsvars á næsta ári sem þýðir að hámarksútsvarsálagning getur numið 13,28% á næsta ári. Þegar endurskoðað fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt á fréttamannafundi í morgun var m.a. greint frá því að aukaframlagið myndi falla niður að óbreyttu á næsta ári en veitt yrði heimild til sveitarfélaga í lögum að hækka útsvar svo þau gætu bætt sér upp þann tekjumissi. Aukaframlagið nam 1,4 milljarði króna á þessu ári. Ekki var getið um hve há útsvarshækkunin yrði í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Fjallað er um málið á heimasíðu sambandsins og þar segir að vegna áforma fjármálaráðuneytisins um að fella niður aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í fjárlögum næsta árs og lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á ríkiseignir hafa fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt þunga áherslu á við ráðherra og þingmenn undanfarna daga og vikur að horfið verði frá þeirri fyrirætlan. Í gærkveldi og aftur í morgun var það staðfest við Halldór Halldórsson, formann sambandsins, af hálfu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að fallist yrði að mestu á kröfur sveitarfélaganna í þessum efnum. „Sveitarstjórnarmenn eiga að geta treyst þessum niðurstöðum. Þetta þýðir að vísu 400 milljóna króna lækkun aukaframlagins úr jöfnunarsjóði sem kallar á endurskoðun regla um úthlutun þess svo tryggja megi að það renni til þeirra sveitarfélaga sem hafa mesta þörf fyrir það", segir Halldór. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur eftir forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að aukaframlag að fjárhæð 1,0 milljarður króna verði í þeim fjárlögum sem endanlega verða samþykkt og að ekki verði gerðar breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á ríkiseignir. Jafnframt standi til að heimila sveitarfélögum 0,25% stiga hækkun útsvars á næsta ári sem þýðir að hámarksútsvarsálagning getur numið 13,28% á næsta ári. Þegar endurskoðað fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt á fréttamannafundi í morgun var m.a. greint frá því að aukaframlagið myndi falla niður að óbreyttu á næsta ári en veitt yrði heimild til sveitarfélaga í lögum að hækka útsvar svo þau gætu bætt sér upp þann tekjumissi. Aukaframlagið nam 1,4 milljarði króna á þessu ári. Ekki var getið um hve há útsvarshækkunin yrði í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Fjallað er um málið á heimasíðu sambandsins og þar segir að vegna áforma fjármálaráðuneytisins um að fella niður aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í fjárlögum næsta árs og lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á ríkiseignir hafa fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt þunga áherslu á við ráðherra og þingmenn undanfarna daga og vikur að horfið verði frá þeirri fyrirætlan. Í gærkveldi og aftur í morgun var það staðfest við Halldór Halldórsson, formann sambandsins, af hálfu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að fallist yrði að mestu á kröfur sveitarfélaganna í þessum efnum. „Sveitarstjórnarmenn eiga að geta treyst þessum niðurstöðum. Þetta þýðir að vísu 400 milljóna króna lækkun aukaframlagins úr jöfnunarsjóði sem kallar á endurskoðun regla um úthlutun þess svo tryggja megi að það renni til þeirra sveitarfélaga sem hafa mesta þörf fyrir það", segir Halldór.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira