Sveitarfélögin fá einn milljarð kr. aukalega úr ríkissjóði 11. desember 2008 13:43 Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur eftir forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að aukaframlag að fjárhæð 1,0 milljarður króna verði í þeim fjárlögum sem endanlega verða samþykkt og að ekki verði gerðar breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á ríkiseignir. Jafnframt standi til að heimila sveitarfélögum 0,25% stiga hækkun útsvars á næsta ári sem þýðir að hámarksútsvarsálagning getur numið 13,28% á næsta ári. Þegar endurskoðað fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt á fréttamannafundi í morgun var m.a. greint frá því að aukaframlagið myndi falla niður að óbreyttu á næsta ári en veitt yrði heimild til sveitarfélaga í lögum að hækka útsvar svo þau gætu bætt sér upp þann tekjumissi. Aukaframlagið nam 1,4 milljarði króna á þessu ári. Ekki var getið um hve há útsvarshækkunin yrði í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Fjallað er um málið á heimasíðu sambandsins og þar segir að vegna áforma fjármálaráðuneytisins um að fella niður aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í fjárlögum næsta árs og lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á ríkiseignir hafa fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt þunga áherslu á við ráðherra og þingmenn undanfarna daga og vikur að horfið verði frá þeirri fyrirætlan. Í gærkveldi og aftur í morgun var það staðfest við Halldór Halldórsson, formann sambandsins, af hálfu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að fallist yrði að mestu á kröfur sveitarfélaganna í þessum efnum. „Sveitarstjórnarmenn eiga að geta treyst þessum niðurstöðum. Þetta þýðir að vísu 400 milljóna króna lækkun aukaframlagins úr jöfnunarsjóði sem kallar á endurskoðun regla um úthlutun þess svo tryggja megi að það renni til þeirra sveitarfélaga sem hafa mesta þörf fyrir það", segir Halldór. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur eftir forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að aukaframlag að fjárhæð 1,0 milljarður króna verði í þeim fjárlögum sem endanlega verða samþykkt og að ekki verði gerðar breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á ríkiseignir. Jafnframt standi til að heimila sveitarfélögum 0,25% stiga hækkun útsvars á næsta ári sem þýðir að hámarksútsvarsálagning getur numið 13,28% á næsta ári. Þegar endurskoðað fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt á fréttamannafundi í morgun var m.a. greint frá því að aukaframlagið myndi falla niður að óbreyttu á næsta ári en veitt yrði heimild til sveitarfélaga í lögum að hækka útsvar svo þau gætu bætt sér upp þann tekjumissi. Aukaframlagið nam 1,4 milljarði króna á þessu ári. Ekki var getið um hve há útsvarshækkunin yrði í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Fjallað er um málið á heimasíðu sambandsins og þar segir að vegna áforma fjármálaráðuneytisins um að fella niður aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í fjárlögum næsta árs og lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á ríkiseignir hafa fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt þunga áherslu á við ráðherra og þingmenn undanfarna daga og vikur að horfið verði frá þeirri fyrirætlan. Í gærkveldi og aftur í morgun var það staðfest við Halldór Halldórsson, formann sambandsins, af hálfu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að fallist yrði að mestu á kröfur sveitarfélaganna í þessum efnum. „Sveitarstjórnarmenn eiga að geta treyst þessum niðurstöðum. Þetta þýðir að vísu 400 milljóna króna lækkun aukaframlagins úr jöfnunarsjóði sem kallar á endurskoðun regla um úthlutun þess svo tryggja megi að það renni til þeirra sveitarfélaga sem hafa mesta þörf fyrir það", segir Halldór.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira