Sport

Sögulegur árangur Phelps

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Phelps vann átta gullverðlaun í Peking en það er met.
Michael Phelps vann átta gullverðlaun í Peking en það er met.

Michael Phelps tókst að vinna sitt áttunda Ólympíugull í gær þegar hann synti til sigurs ásamt sveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi. Sveitin kom í mark á nýju heimsmeti, 3:29,34 mínútur.

Phelps setti heimsmet í sjö úrslitum í Peking og fór hreinlega á kostum í sundkeppninni.

Hann hefur nú alls unnið 16 verðlaunapeninga á Ólympíuleikum, þar af 14 gullverðlaun.

Ástralía og Japan tóku gull og silfur í fjórsundinu í nótt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×