Viðskipti erlent

Kaupþing óskar eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum

Gamla Kaupþing hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum. Þingfesti bankinn svokallaða Chapter 15 gjaldþrotabeiðni þess efnis við gjaldþrotadómstólinn í Southern District í New York síðdegis í gær.

Gamli Glitnir gerði slíkt hið sama við gjaldþrotadómstólinn í Manhattan í síðustu viku.

Í frétt Reuters um málið kemur fram að eignir Kaupþings í heild nemi tæplega 15 milljörðum dollara eða yfir 2.000 milljörðum kr. og þar af séu eignirnar í Bandaríkjunum 222 milljón dollarar. Skuldir eru sagðar nema 26 milljörðum dollara eða tæplega 3.300 milljörðum kr..

Ólafur Garðarsson fer með málið fyrir Kaupþing í New York og við þingfestinguna fór hann fram á málsmeðferð fyrir þrotabú bankans á Íslandi yrði viðurkennd í Bandaríkjunum.

"Hið endanlega markmið er að fullnægja kröfum allra kröfuhafa og reyna að viðhalda verðnæti eignan bankans eins og hægt er," segir Ólafur í samtali við Reuters.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×