Innlent

Sanngjarnar og afar góðar tillögur

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, fagnar skýrslu starfshóps um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja sem kynnt var fyrr í dag.

Í samtali við Vísi sagði Þórunn tillögur nefndarinnar vera afar góðar og sanngjarnar og samrýmast vel stefnu og markmiðum stjórnvalda um takmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni komi fram sú hugsun að þeir sem mengi meira en aðrir greiði jafnframt fyrir það.

Nái tillögur nefndarinnar fram að ganga má m.a. gera ráð fyrir að smábílar sem losa lítið magn koltvísýrings lækki um allt að 30% í verði en á móti munu bílar sem losa mikið magn hækka.

Árgjald muni einnig mótast af því hversu mikið viðkomandi bifreiðar losar af gróðurhúsalofttegundum. Engin pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um vinnu nefndarinnar en skýrslan var lögð til kynningar í ríkisstjórn fyrir helgi.

Fram kom í máli Árna Mathiesen í dag að beðið verður eftir að annars vegar nefnd um almenningssamgöngur sem starfar á vegum samgönguráðuneytisins og hins vegar um flutningsjöfnun á landabyggðinni sem er að störfum í viðskiptaráðuneytinu skili af sér. Stefnt er að því að nýta sumarið til að samræma sjónarmið sem kemur fram í vinnu nefndanna þriggja.

Aðspurð segist Þórunn að hún muni beita sér fyrir því að tillögur nefndarinnar er kynntar voru í dag nái fram að ganga. Hún sagðist jafnframt vera vongóð um að frumvarp um málið verði lagt fyrir Alþingi strax í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×