Innlent

Hópferðaleyfishafar vilja endurgreiðslu af olíugjaldi

Félag hópleyfishafa vilja endurgreiðslu af olígjaldi líkt og gildir fyrir almenningsvagna.
Félag hópleyfishafa vilja endurgreiðslu af olígjaldi líkt og gildir fyrir almenningsvagna.

Félag hópleyfishafa hefur sent frá sér ályktun þar sem það hvetur fjármálaráðherra „til að beita sér fyrir því að endurgreiðsluákvæði af olígjaldi, sem gildir fyrir almenningsvagna, gangi jafnt yfir alla fólksflutningabifreiðar 17 farþega eða stærri. Að sama skapi er þess farið á leit að endurgreiðsla vegna kaupa á nýjum og umhverfisvænni almenningsvögnum njóti sömu endurgreiðslna á virðisaukaskatti og í gildi er varðandi nýja hópferðabíla."

Í ályktuninni segir jafnframt að það sé „brýn nauðsyn og löngu tímabært að samræma lög og reglur um fólksflutninga enda er staðan þannig á markaði í dag að almennningssamgöngum er að hluta til sinnt af hópferðabílum og slíkt færist nú verulega í vöxt með tilkomu strætisvagnaforms milli helstu þéttbýlisstaða við höfuðborgina líkt og Akranes, Selfoss, Borgarnes og Reykjanesbæjar. Öllum þessum akstri verður sinnt með hefðbundnum hópferðabílum. Að sama skapi færist í vöxt að hópferðum í þéttbýli sé sinnt af strætisvögnum þannig að öllum má vera ljóst nauðsyn þess að sömu leikreglur gildi fyrir þessa fólksflutninga." Að mati aðalfundar Félags hópferðaleyfishafa eru stór útboð framundan á almenningsvagnasamgöngum og sérleyfisakstri og því mikilvægt að bruðgðist verði skjótt við til að aðilar geti allir staðið á jafnréttisgrundvelli þegar kemur að útboðunum.

Að lokum segir ályktunin að „vegna gríðarlegra hækkana á olíu er mikilvægara en nokkru sinni að almenningsamgöngur séu góðar og telur fundurinn að sóknarfæri sé til að þess að efla þær enn frekar landi og þjóð til hagsbóta. Gildir þar einu hvort horft sé til umhverfismála, öryggismála eða betri nýtingu samgöngumannvirkja. "




Fleiri fréttir

Sjá meira


×