Innlent

19 ára stúlka ákærð fyrir alvarlega líkamsárás

Andri Ólafsson skrifar

Í morgun var í Héraðsdómi Reykjavíkur þingfest ákæra á hendur 19 ára stúlku úr Reykjavík sem gefið er að sök að hafa framið sérstaklega hættulega líkamsárás í Mosfellsbæ í júlí í fyrra.

Stúlkunni er gefið að sök að hafa slegið mann í höfuðið með glerflösku með þeim afleiðingum að sauma þurfti 18 spor í andlit hans.

Maðurinn hlaut auk þess skurði á nef, í efri vör og á enni en flaskan brotnaði á höfði hans.

Stúlkan neitaði sök við þingfestingu málsins og verður málið tekið til aðalmeðferðar innan skamms.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×