Viðskipti innlent

Gerðu íslenska útgáfu af eBay

Sindri Bergmann, Óli Haukur Valtýsson og Björgvin Guðmundsson, eigendur uppboðsvefjarins Selt.is.
fréttablaðið/anton
Sindri Bergmann, Óli Haukur Valtýsson og Björgvin Guðmundsson, eigendur uppboðsvefjarins Selt.is. fréttablaðið/anton
Fólk Uppboðsvefurinn Selt.is hefur verið opnaður og er honum ætlað að vera nokkurs konar íslensk útgáfa af hinum vinsæla vef eBay. „Þetta er konsept sem virkar alls staðar og það er engin ástæða fyrir því að það virki ekki hérna líka,“ segir Sindri Bergmann, sem rekur Selt.is ásamt Björgvini Guðmundssyni og Óla Hauki Valtýssyni.

„Það hefur vantað svona vef hérna og við höfum lagt mikla vinnu í undirbúninginn. Vefurinn er búinn að vera opinn í stuttan tíma en við erum búnir að fá miklu betri viðtökur en við bjuggumst við,“ segir Sindri.- fb / sjá bls 30





Fleiri fréttir

Sjá meira


×