Erlent

Tíu látnir í lestarslysi í Tékklandi

myndin tengist fréttinni ekki beint.
myndin tengist fréttinni ekki beint.

Að minnsta kosti tíu eru látnir og meira en hundrað særðir eftir að lest klessti á hrunda brú. Eru margir slökkviliðsmenn á staðnum að reyna að hjálpa fórnarlömbum slyssins að komast úr lestinni.

Slysið átti sér stað í Studenka í austurhluta landsins. Um hraðlest var að ræða sem var á leiðinni frá Prag til pólsku borgarinnar Kraká. Talið er að lestin hafi verið á 140 kílometra hraða á klukkustund.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×