Sport

Hefur unnið fleiri Ólympíugull en nokkur annar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Enginn íþróttamaður í sögunni hefur náð að vinna til jafnmargra gullverðlauna á Ólympíuleikum eins og Michael Phelps.
Enginn íþróttamaður í sögunni hefur náð að vinna til jafnmargra gullverðlauna á Ólympíuleikum eins og Michael Phelps.

Michael Phelps heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Hann kom fyrstur í mark í úrslitasundinu í 200 metra flugsundi á nýju heimsmeti, 1:52,03 mínútu. Þar með vann hann sitt tíunda Ólympíugull.

Þetta voru fjórðu gullverðlaun hans í Peking en þessi 23 ára íþróttamaður hefur sýnt hve mikill yfirburðarmaður hann er í sundíþróttinni og ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Tiger Woods sundsins.

Þar með má segja að Phelps sé orðinn fremsti Ólympíukeppandi sögunnar en enginn annar hefur náð að vinna til tíu gullverðlauna. Paavo Nurmi, Carl Lewis, Mark Spitz og Larysa Latynina eiga þó öll níu Ólympíugull.

Laszlo Cseh frá Ungverjalandi tók silfurverðlaunin í 200 metra flugsundinu en Takeshi Matsuda frá Japan vann bronsverðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×