Viðskiptaráðuneytið skoðar gjaldfellingu erlendra lána hjá SPRON Breki Logason skrifar 1. desember 2008 20:59 Guðmundur Hauksson forstjóri Spron. Líkt og Vísir hefur greint frá hefur Spron verið að gjaldfella erlend lán hjá stærstu viðskiptavinum bankans. Margir viðskiptavinir eru afar ósáttir við þessar aðgerðir og telur einn þeirra að verið sé að mismuna fyrirtækjum í landinu, eftir því hvar þau séu í viðskiptum. Forstjóri Spron segir bankann vera í þeirri stöðu að hafa ekki aðgang að erlendu fé og því neyðist hann til þess að umbreyta erlendum lánum í íslenskar krónur. Hann segist ekki hræddur við að missa stærstu viðskiptavini bankans. Birgir Bjarnason forstjóri íslensku umboðssölunnar er einn þeirra lántakenda Spron sem lent hefur í gjaldfellingunni. „Okkur líður eins og við séum á einhverjum topp 100 lista sem við viljum ekki vera á," segir Birgir sem telur að lagalega séð geti Spron gjaldfellt lánin en er ósáttur við að eitt skuli ekki ganga yfir alla. Hann segir að á meðan ríkisbankarnir séu að frysta lán sé Spron að gjaldfella þau. „Við sættum okkur ekki við það að þetta sé bara gert við viðskiptavini Spron. Ríkið er með þessu að mismuna fyrirtækjum í landinu eftir því hvar þau eru í viðskiptum." Hann segir það skjóta skökku við að á sama tíma og aðal umræðuefnið í þjóðfélaginu sé jafnræði og að jafnt eigi að ganga yfir alla sé Seðlabankinn að ýta Sparisjóðunum út í aðgerðir sem þessar með því að loka á erlendar lánalínur. „Stóri gallinn er sá að Spron hefur ekki látið okkur í té neinar upplýsingar. Þeir komu með þessa tillögu sem við höfnuðum alfarið. Síðan var hringt og okkur tjáð að búið væri að gera þetta. Við fengum engar tilkynningar varðandi annað eftir að við sögðum þvert nei, en þeir gerðu þetta þá bara sjálfir án þess að tilkynna það," segir Birgir. Guðmundur Hauksson forstjóri Spron segir að að fyrst og fremst sé verið að setjast niður með viðskiptavinum bankans og finna lausnir. Í flestum tilfellum sé um að ræða lán sem komin erur á gjalddaga, undantekningin sé þegar menn hafi verið í vanskilum. „Við reynum að finna niðurstöðu sem hentar báðum aðilum. Okkar megin er þörf á að gera slíkt þar sem við erum ekki með aðgang að erlendu fé lengur og þurfum þess vegna að umbreyta," segir Guðmundur. Aðspurður hvort gjaldeyrisvarnir Spron hafi hrunið við falla stóru bankanna þriggja segir Guðmundur það ekki rétt. „Við erum í sömu stöðu og allir aðrir, okkar staða er síst verri en annarra." Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra segir þó að ráðuneytinu sé kunnugt um að hrun viðskiptabankanna hafi haft slæm áhrif á gjaldeyrisvarnir Spron. Hann segir allmargar ábendingar hafa borist vegna málsins og það sé nú í skoðun. Hann segir að ráðuneytinu sé kunnugt um að gjaldeyrisstaða SPRON sé að óbreyttu ekki í samræmi við gildandi reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Aðspurður hvort það skjóti ekki skökku við að SPRON sé að gjaldfella lán á sama tíma og Viðskiptaráðuneytið beini því til banka að frysta lán segir Jón Þór að tilmæli viðskiptaráðherra um frystingu lána hafi aðeins náð til viðskiptabanka í ríkiseigu. „Sams konar óskum var beint til annarra fjármálastofnanna en hafa augljóslega ekki sömu þýðingu og í tilfellu nýju bankanna." Guðmundur Hauksson segir þessar aðgerðir ekkert hafa að gera með afkomu bankans eða rekstrarstöðu hans. „Við erum að tala um að breyta erlendum lánum yfir í íslenskar krónur svo það sé jöfnuður í efnahagsreikningnum. Fyrir okkur þá hvorki eykur þetta né rýrir verðmæti, þetta hefur ekkert með stöðu bankans að gera, ekki neitt." Guðmundur segist ekki óttast að með þessum aðgerðum muni bankinn missa viðskiptavini sína. „Nei það held ég ekki. Þessir tímar sem við erum að lifa núna eru ekkert venjulegir og það er verið að framkvæma hluti sem ella hefði aldrei verið gert. Þetta er ekkert bara hjá okkur heldur allsstaðar í heiminum eru menn að glíma við þessar erfiðu aðstæður." Tengdar fréttir Spron breytir einhliða erlendum lánum stærstu viðskiptavina sinna Á undanförnum vikum hefur Spron verið að bregðast við gengishruni íslensku krónunnar. Erlendum lánum stærstu viðskiptavina bankans hefur verið breytt einhliða í íslenskar krónur. Bankinn fer fram á frekari tryggingar í þeim tilvikum þar sem það er hægt, en reynir að koma á móts við þá sem ekki geta lagt þær fram. 26. nóvember 2008 16:26 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Líkt og Vísir hefur greint frá hefur Spron verið að gjaldfella erlend lán hjá stærstu viðskiptavinum bankans. Margir viðskiptavinir eru afar ósáttir við þessar aðgerðir og telur einn þeirra að verið sé að mismuna fyrirtækjum í landinu, eftir því hvar þau séu í viðskiptum. Forstjóri Spron segir bankann vera í þeirri stöðu að hafa ekki aðgang að erlendu fé og því neyðist hann til þess að umbreyta erlendum lánum í íslenskar krónur. Hann segist ekki hræddur við að missa stærstu viðskiptavini bankans. Birgir Bjarnason forstjóri íslensku umboðssölunnar er einn þeirra lántakenda Spron sem lent hefur í gjaldfellingunni. „Okkur líður eins og við séum á einhverjum topp 100 lista sem við viljum ekki vera á," segir Birgir sem telur að lagalega séð geti Spron gjaldfellt lánin en er ósáttur við að eitt skuli ekki ganga yfir alla. Hann segir að á meðan ríkisbankarnir séu að frysta lán sé Spron að gjaldfella þau. „Við sættum okkur ekki við það að þetta sé bara gert við viðskiptavini Spron. Ríkið er með þessu að mismuna fyrirtækjum í landinu eftir því hvar þau eru í viðskiptum." Hann segir það skjóta skökku við að á sama tíma og aðal umræðuefnið í þjóðfélaginu sé jafnræði og að jafnt eigi að ganga yfir alla sé Seðlabankinn að ýta Sparisjóðunum út í aðgerðir sem þessar með því að loka á erlendar lánalínur. „Stóri gallinn er sá að Spron hefur ekki látið okkur í té neinar upplýsingar. Þeir komu með þessa tillögu sem við höfnuðum alfarið. Síðan var hringt og okkur tjáð að búið væri að gera þetta. Við fengum engar tilkynningar varðandi annað eftir að við sögðum þvert nei, en þeir gerðu þetta þá bara sjálfir án þess að tilkynna það," segir Birgir. Guðmundur Hauksson forstjóri Spron segir að að fyrst og fremst sé verið að setjast niður með viðskiptavinum bankans og finna lausnir. Í flestum tilfellum sé um að ræða lán sem komin erur á gjalddaga, undantekningin sé þegar menn hafi verið í vanskilum. „Við reynum að finna niðurstöðu sem hentar báðum aðilum. Okkar megin er þörf á að gera slíkt þar sem við erum ekki með aðgang að erlendu fé lengur og þurfum þess vegna að umbreyta," segir Guðmundur. Aðspurður hvort gjaldeyrisvarnir Spron hafi hrunið við falla stóru bankanna þriggja segir Guðmundur það ekki rétt. „Við erum í sömu stöðu og allir aðrir, okkar staða er síst verri en annarra." Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra segir þó að ráðuneytinu sé kunnugt um að hrun viðskiptabankanna hafi haft slæm áhrif á gjaldeyrisvarnir Spron. Hann segir allmargar ábendingar hafa borist vegna málsins og það sé nú í skoðun. Hann segir að ráðuneytinu sé kunnugt um að gjaldeyrisstaða SPRON sé að óbreyttu ekki í samræmi við gildandi reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Aðspurður hvort það skjóti ekki skökku við að SPRON sé að gjaldfella lán á sama tíma og Viðskiptaráðuneytið beini því til banka að frysta lán segir Jón Þór að tilmæli viðskiptaráðherra um frystingu lána hafi aðeins náð til viðskiptabanka í ríkiseigu. „Sams konar óskum var beint til annarra fjármálastofnanna en hafa augljóslega ekki sömu þýðingu og í tilfellu nýju bankanna." Guðmundur Hauksson segir þessar aðgerðir ekkert hafa að gera með afkomu bankans eða rekstrarstöðu hans. „Við erum að tala um að breyta erlendum lánum yfir í íslenskar krónur svo það sé jöfnuður í efnahagsreikningnum. Fyrir okkur þá hvorki eykur þetta né rýrir verðmæti, þetta hefur ekkert með stöðu bankans að gera, ekki neitt." Guðmundur segist ekki óttast að með þessum aðgerðum muni bankinn missa viðskiptavini sína. „Nei það held ég ekki. Þessir tímar sem við erum að lifa núna eru ekkert venjulegir og það er verið að framkvæma hluti sem ella hefði aldrei verið gert. Þetta er ekkert bara hjá okkur heldur allsstaðar í heiminum eru menn að glíma við þessar erfiðu aðstæður."
Tengdar fréttir Spron breytir einhliða erlendum lánum stærstu viðskiptavina sinna Á undanförnum vikum hefur Spron verið að bregðast við gengishruni íslensku krónunnar. Erlendum lánum stærstu viðskiptavina bankans hefur verið breytt einhliða í íslenskar krónur. Bankinn fer fram á frekari tryggingar í þeim tilvikum þar sem það er hægt, en reynir að koma á móts við þá sem ekki geta lagt þær fram. 26. nóvember 2008 16:26 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Spron breytir einhliða erlendum lánum stærstu viðskiptavina sinna Á undanförnum vikum hefur Spron verið að bregðast við gengishruni íslensku krónunnar. Erlendum lánum stærstu viðskiptavina bankans hefur verið breytt einhliða í íslenskar krónur. Bankinn fer fram á frekari tryggingar í þeim tilvikum þar sem það er hægt, en reynir að koma á móts við þá sem ekki geta lagt þær fram. 26. nóvember 2008 16:26