Andri Snær og útflutningurinn 21. október 2008 05:00 Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar um áliðnað og útflutning Andri Snær rithöfundur skrifar gein í Fréttablaðið á laugardaginn var og fjallar um þjóðhagsleg áhrif áliðnaðarins á Íslandi. Andri segir að allir sem kunna heimilisbókahald geti sannreynt útreikninga sína. Við skulum skoða nokkrar af fullyrðingum Andra. 1. Andri hefur grein sína á fullyrðingunni um að orkuverð til almennings hafi verið hækkað. Ef litið er á almennan taxta frá RARIK þá borgaði fjölskylda sem keypti 4400 GWst af raforku (meðalheimilið) tæp 59 þúsund fyrir orkuna árið 1998 en þessi tala var komin niður í um 45 þúsund 2006. Báðar tölurnar eru á verðlagi 2006. Enda liggur fyrir að um árabil hefur heildsöluverð á raforku til innlendra dreifiveita hækkað minna en almennt verðlag. 2. Andri fullyrðir að Alcoa greiði 6 - 8 milljarða fyrir orkuna á ári. Ef tekið er mið af álverði og gengi ársins í ár; en í öðrum hlutum greinarinnar kemur fram að hann leggi gengisforsendur ársins til grundvallar útreikningum sínum; þá sýnist þeim sem þetta skrifar að Alcoa sé að greiða um 12-14 milljarða fyrir orkuna miðað við 340 þúsund tonna framleiðslu. 3. Andri segir að öll sú upphæð fari beint úr landi til að greiða skuldir Landsvirkjunar. Því er til að svara að miðað við meðalvexti af erlendum skuldum Landsvirkjunar síðustu ár þá eru erlendar vaxtagreiðslur vegna Kárahnjúkavirkjunar milli 4 og 5 milljarðar en sú tala fer lækkandi eftir því sem skuldirnar eru greiddar niður. Annað fer í laun og þjónustu sem fyrirtækið kaupir en stærstur hlutinn þó í að byggja upp verðmæta framtíðareign í orkuverum fyrirtækisins; en sú eign kemur á móti erlendum afborgunum og verður því eftir í landinu. Alveg á sama hátt og við eigum meira í húseignunum okkar eftir því sem við borgum lánin okkar niður. 4. Andri segir að nánast allar tekjur sjávarútvegs og ferðaiðnaðar verði eftir í landinu og virðist ekki reikna með að þessar greinar skuldi neitt erlendis. Lítum nánar á þetta. Þessar greinar flytja inn veiðarfæri og hráefni til vinnslu ásamt mörgu öðru í sjávarútveginum; kaffi og áfengi ásamt líni og húsbúnaði svo eitthvað sé nefnt í ferðaiðnaðinum. Að baki greinanna eru líka fjárfestingar; í skipum, vinnslustöðvum og hótelum þannig að fyrirtækin í þessum greinum skulda einnig peninga og þurfa að borga erlenda vexti.Útflutningsgreinar eru allar í innflutningiStaðreynd málsins er sú að meðaltal þess sem verður eftir í landinu af heildarútflutningi er um 50%. Þ.e. helmingurinn verður eftir í landinu; afgangurinn eru erlend aðföng í einhverju formi. Áður hefur verið nefnt að allar greinar greiða til viðbóta vexti af erlendum lánum sínum. Hvað hver einstök útflutningsgrein skilar til samfélagsins ræðst ekki af nettó hlutfallinu; þ.e. því sem verður hlutfallslega eftir í landinu.Það ræðst af flóknu samspili þátta eins og umfangi og vaxtamöguleikum; erlendum viðskiptasamböndum og hlutfallslegum yfirburðum. Þessir þættir endurspeglast í getu viðkomandi greina til að borga laun og fyrir önnur aðföng sem eru notuð. Þar hafa álfyrirtækin staðið fyrir sínu og vel það. Það sést m.a. á því að þegar verið er að skrifa þessar línur var að koma tilkynning frá Norðuráli um að fyrirtækið hyggist borga öllu starfsfólki sínu viðbótar mánaðarlaun vegna góðrar afkomu. Ef horft er til orkuverðsins síðustu ár þá er orkuverðið til álvera á Íslandi í góðu lagi í alþjóðlegum samanburði sem endurspeglast í því að allt bendir til þess að orkusalan til álframleiðslunnar borgi virkjanirnar niður hraðar en reiknað var með í upphafi.Samræmi í málflutningiVið skulum að lokum líta aðeins betur á útreikningana hans Andra. Ef notaður er sambærilegur mælikvarði á t.d. álframleiðsluna og sjávarútveginn þá gæti nettó verðmæti útfluttra sjávarafurða verið um 80% af útflutningsverðmætinu en á bilinu 35-40% í áliðnaðinum. Sundurliðun á reikningum Alcan í Straumsvík frá 2006 sýna t.d. að rúmlega 40% af tekjum fyrirtækisins fer í að borga innlendum aðilum.Það er því algjörlega fráleitt að einungis um 6-7% af útflutningstekjum Alcoa verði eftir í landinu en nánast allt í sjávarútvegi og ferðaiðnaði eins og Andri Snær heldur fram. Slíka niðurstöðu er ekki hægt að fá nema gera eins og Andri; segja að allt nema laun séu erlendur kostnaður í áliðnaðinum en að allar tekjur af erlendum ferðamönnum séu nettó í þjóðarbúið og einungis olían komi til frádráttar í sjávarútveginum. Engri af þessum greinum er greiði gerður með því að halda svona rökleysu fram.Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar um áliðnað og útflutning Andri Snær rithöfundur skrifar gein í Fréttablaðið á laugardaginn var og fjallar um þjóðhagsleg áhrif áliðnaðarins á Íslandi. Andri segir að allir sem kunna heimilisbókahald geti sannreynt útreikninga sína. Við skulum skoða nokkrar af fullyrðingum Andra. 1. Andri hefur grein sína á fullyrðingunni um að orkuverð til almennings hafi verið hækkað. Ef litið er á almennan taxta frá RARIK þá borgaði fjölskylda sem keypti 4400 GWst af raforku (meðalheimilið) tæp 59 þúsund fyrir orkuna árið 1998 en þessi tala var komin niður í um 45 þúsund 2006. Báðar tölurnar eru á verðlagi 2006. Enda liggur fyrir að um árabil hefur heildsöluverð á raforku til innlendra dreifiveita hækkað minna en almennt verðlag. 2. Andri fullyrðir að Alcoa greiði 6 - 8 milljarða fyrir orkuna á ári. Ef tekið er mið af álverði og gengi ársins í ár; en í öðrum hlutum greinarinnar kemur fram að hann leggi gengisforsendur ársins til grundvallar útreikningum sínum; þá sýnist þeim sem þetta skrifar að Alcoa sé að greiða um 12-14 milljarða fyrir orkuna miðað við 340 þúsund tonna framleiðslu. 3. Andri segir að öll sú upphæð fari beint úr landi til að greiða skuldir Landsvirkjunar. Því er til að svara að miðað við meðalvexti af erlendum skuldum Landsvirkjunar síðustu ár þá eru erlendar vaxtagreiðslur vegna Kárahnjúkavirkjunar milli 4 og 5 milljarðar en sú tala fer lækkandi eftir því sem skuldirnar eru greiddar niður. Annað fer í laun og þjónustu sem fyrirtækið kaupir en stærstur hlutinn þó í að byggja upp verðmæta framtíðareign í orkuverum fyrirtækisins; en sú eign kemur á móti erlendum afborgunum og verður því eftir í landinu. Alveg á sama hátt og við eigum meira í húseignunum okkar eftir því sem við borgum lánin okkar niður. 4. Andri segir að nánast allar tekjur sjávarútvegs og ferðaiðnaðar verði eftir í landinu og virðist ekki reikna með að þessar greinar skuldi neitt erlendis. Lítum nánar á þetta. Þessar greinar flytja inn veiðarfæri og hráefni til vinnslu ásamt mörgu öðru í sjávarútveginum; kaffi og áfengi ásamt líni og húsbúnaði svo eitthvað sé nefnt í ferðaiðnaðinum. Að baki greinanna eru líka fjárfestingar; í skipum, vinnslustöðvum og hótelum þannig að fyrirtækin í þessum greinum skulda einnig peninga og þurfa að borga erlenda vexti.Útflutningsgreinar eru allar í innflutningiStaðreynd málsins er sú að meðaltal þess sem verður eftir í landinu af heildarútflutningi er um 50%. Þ.e. helmingurinn verður eftir í landinu; afgangurinn eru erlend aðföng í einhverju formi. Áður hefur verið nefnt að allar greinar greiða til viðbóta vexti af erlendum lánum sínum. Hvað hver einstök útflutningsgrein skilar til samfélagsins ræðst ekki af nettó hlutfallinu; þ.e. því sem verður hlutfallslega eftir í landinu.Það ræðst af flóknu samspili þátta eins og umfangi og vaxtamöguleikum; erlendum viðskiptasamböndum og hlutfallslegum yfirburðum. Þessir þættir endurspeglast í getu viðkomandi greina til að borga laun og fyrir önnur aðföng sem eru notuð. Þar hafa álfyrirtækin staðið fyrir sínu og vel það. Það sést m.a. á því að þegar verið er að skrifa þessar línur var að koma tilkynning frá Norðuráli um að fyrirtækið hyggist borga öllu starfsfólki sínu viðbótar mánaðarlaun vegna góðrar afkomu. Ef horft er til orkuverðsins síðustu ár þá er orkuverðið til álvera á Íslandi í góðu lagi í alþjóðlegum samanburði sem endurspeglast í því að allt bendir til þess að orkusalan til álframleiðslunnar borgi virkjanirnar niður hraðar en reiknað var með í upphafi.Samræmi í málflutningiVið skulum að lokum líta aðeins betur á útreikningana hans Andra. Ef notaður er sambærilegur mælikvarði á t.d. álframleiðsluna og sjávarútveginn þá gæti nettó verðmæti útfluttra sjávarafurða verið um 80% af útflutningsverðmætinu en á bilinu 35-40% í áliðnaðinum. Sundurliðun á reikningum Alcan í Straumsvík frá 2006 sýna t.d. að rúmlega 40% af tekjum fyrirtækisins fer í að borga innlendum aðilum.Það er því algjörlega fráleitt að einungis um 6-7% af útflutningstekjum Alcoa verði eftir í landinu en nánast allt í sjávarútvegi og ferðaiðnaði eins og Andri Snær heldur fram. Slíka niðurstöðu er ekki hægt að fá nema gera eins og Andri; segja að allt nema laun séu erlendur kostnaður í áliðnaðinum en að allar tekjur af erlendum ferðamönnum séu nettó í þjóðarbúið og einungis olían komi til frádráttar í sjávarútveginum. Engri af þessum greinum er greiði gerður með því að halda svona rökleysu fram.Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar