Viðskipti erlent

Lítils háttar hækkun í Asíu í morgun

MYND/AP

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu lítillega í verði í morgun, þó ekki bréf fyrirtækja í orkugeiranum en þá lækkun má rekja til áframhaldandi lækkunar olíuverðs.

Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um rúmlega hálft prósentustig en í morgun var tilkynnt að landsframleiðsla í Japan hefði dregist saman um 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi en hún dróst saman um 0,9 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þetta táknar að um efnahagssamdrátt sé að ræða en svo er þegar landsframleiðslan dregst saman tvo ársfjórðunga í röð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×