Timo Glock: Frábært að vera fljótastur 10. október 2008 17:27 Timo Glock ræddi við blaðamenn eftir góðan árangur á Fuji brautinni í dag. Mynd: Getty Images Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð. "Þetta var góður dagur og í fyrsta skpti sem ég keyri brautina og ég þurfti að læra inn á brautina í morgun", sagði Timo Glock eftir æfinguna í morgun. Fuji er í eigu Toyota og árangur Glock kætti því heimamenn með akstri sínum í dag. Glock varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni 2007 sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1. Það er sama mótaröð og Lewis Hamilton vann 2006, áður en hann gekk til liðs við McLaren Mercedes. Glock er með samning við Toyota a næsta ári og náði fjórða sæti í Singapúr á dögunum. Hann stóðst ásókn Kimi Raikkönen, sem keyrði á endanum á vegg. "Það er mjög vandasamt að stilla bílnum upp fyrir brautina og finna réttan samræmi á milli langa beina kaflans og beygjanna. Við náðum að stilla strengina fyrir aðra æfingu dagsins. Það var frábært að ná besta tíma dagsins, en það væri skemmtilegast að halda þessari stöðu alla helgina. Vonandi mun það styrkja okkur að vera á heimavelli Toyota. Toyota hefur veirð í Formúlu 1 í sjö ár, en hefur ekki náð þeim árangri sem liðið setti sér. Toyota er í fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða og ökumenn liðsins eiga ekki möguleika í stigakeppni ökumanna. En liðið stefnir á góðan árangur á Fuji brautinni. Tímatakan í nótt verður geysilega mikilvæg, þar sem örfá sekúndubrot skildu ökumenn að á æfingum í dag. Tímatkan á Fuji brautinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira