Sjálfstæðisflokkurinn hinn nýi Helgi Helgason skrifar 18. janúar 2008 00:01 Grein Sigurðar Líndal í Fréttablaðinu 15. jan. er umhugsunarverð. Í greininni kemur fram álit hans á því í hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn sé að þróast. Tilefnið er enn eitt dæmið um þá valdníðslu sem fyrirmenn í Sjálfstæðisflokknum skirrast ekki við að nota þegar þeim hentar. Sigurður talar um að hann hafi talið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf viljað standa vörð um réttarríkið. Hann talar um ofsatrúarhóp og ofstækisöfl innan flokksins. Það er rétt hjá Sigurði að Sjálfstæðisflokkurinn, hinn gamli, stóð með réttarríkinu. Hann hafði oft og iðulega dómsmálaráðuneytið á sinni könnu og studdi dyggilega við lögregluna og málefni hennar í þágu borgaranna. Flokkurinn hafði mjög trygga ímynd í þessum málum. Fólk treysti honum eins og það gerði í málefnum dómstólanna. Nú er kominn til sögunnar Sjálfstæðisflokkurinn hinn nýi. Sá flokkur hefur allt aðrar áherslur en sá gamli. Breytingin hófst í formannstíð Þorsteins Pálssonar. Það var þegar hann gerði dómsmálaráðuneytið að skúffuráðuneyti í sjávarútvegsráðuneytinu. Þá hófst hnignun lögreglu og dómsmála í landinu almennt. Þá hófst fjársvelti í þessum málaflokki. Það fólst í sósíalískum fimm ára áætlunum. Málaflokknum er skammtaður peningur án tillits til raunverulegrar þarfar. Stofnanir eiga að halda sig innan ramma fjárlaga. Á tímabili voru fyrirmæli sjávarútvegsráðuneytisins til dómsmálaráðuneytisins að lögregluembættum bæri að meta í gegnum síma hvort atvik væri það alvarlegt að lögregla ætti að mæta á staðinn! Ástæðan var sparnaður í yfirvinnu. Á þessu tímabili byrjaði ofbeldið í miðbænum. Og ráðuneyti dómsmála fyrirskipaði undanhald lögreglu úr miðbænum í nafni sparnaðar. Eftir að Björn Bjarnason tekur við ráðuneytinu hafa margir hlutir breyst til batnaðar. Sem betur fer. En Björn stendur höllum fæti innan Sjálfstæðisflokksins, hinum nýja. Og hugsaðu þér, ágæti Sigurður, hvað verður um réttarríkið þegar ofsatrúarhópurinn og ofstækisöflin innan Sjálfstæðisflokksins, hins nýja, sömu öfl og mótmæltu því að lögreglan efldi nýlega eftirlit sitt í miðborginni, öflin sem vilja leyfa sölu á eiturlyfjum, öflin sem skirrast ekki við að beita valdníðslu, gleypa flokkinn að fullu. Formaður Frjálslynda flokks Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Grein Sigurðar Líndal í Fréttablaðinu 15. jan. er umhugsunarverð. Í greininni kemur fram álit hans á því í hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn sé að þróast. Tilefnið er enn eitt dæmið um þá valdníðslu sem fyrirmenn í Sjálfstæðisflokknum skirrast ekki við að nota þegar þeim hentar. Sigurður talar um að hann hafi talið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf viljað standa vörð um réttarríkið. Hann talar um ofsatrúarhóp og ofstækisöfl innan flokksins. Það er rétt hjá Sigurði að Sjálfstæðisflokkurinn, hinn gamli, stóð með réttarríkinu. Hann hafði oft og iðulega dómsmálaráðuneytið á sinni könnu og studdi dyggilega við lögregluna og málefni hennar í þágu borgaranna. Flokkurinn hafði mjög trygga ímynd í þessum málum. Fólk treysti honum eins og það gerði í málefnum dómstólanna. Nú er kominn til sögunnar Sjálfstæðisflokkurinn hinn nýi. Sá flokkur hefur allt aðrar áherslur en sá gamli. Breytingin hófst í formannstíð Þorsteins Pálssonar. Það var þegar hann gerði dómsmálaráðuneytið að skúffuráðuneyti í sjávarútvegsráðuneytinu. Þá hófst hnignun lögreglu og dómsmála í landinu almennt. Þá hófst fjársvelti í þessum málaflokki. Það fólst í sósíalískum fimm ára áætlunum. Málaflokknum er skammtaður peningur án tillits til raunverulegrar þarfar. Stofnanir eiga að halda sig innan ramma fjárlaga. Á tímabili voru fyrirmæli sjávarútvegsráðuneytisins til dómsmálaráðuneytisins að lögregluembættum bæri að meta í gegnum síma hvort atvik væri það alvarlegt að lögregla ætti að mæta á staðinn! Ástæðan var sparnaður í yfirvinnu. Á þessu tímabili byrjaði ofbeldið í miðbænum. Og ráðuneyti dómsmála fyrirskipaði undanhald lögreglu úr miðbænum í nafni sparnaðar. Eftir að Björn Bjarnason tekur við ráðuneytinu hafa margir hlutir breyst til batnaðar. Sem betur fer. En Björn stendur höllum fæti innan Sjálfstæðisflokksins, hinum nýja. Og hugsaðu þér, ágæti Sigurður, hvað verður um réttarríkið þegar ofsatrúarhópurinn og ofstækisöflin innan Sjálfstæðisflokksins, hins nýja, sömu öfl og mótmæltu því að lögreglan efldi nýlega eftirlit sitt í miðborginni, öflin sem vilja leyfa sölu á eiturlyfjum, öflin sem skirrast ekki við að beita valdníðslu, gleypa flokkinn að fullu. Formaður Frjálslynda flokks Kópavogs.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar