Leikjavísir

Hagnaður Sony lækkar mikið

Hagnaður japanska tölvurisans Sony hefur lækkað um nær helming milli ársfjórðunga. Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaðurinn um 26 milljörðum kr, en hann var tæplega 50 milljarðar kr. á fyrsta ársfjórðung ársins.

Ástæða þess að hagnaður Sony minnkar svo mikið er tap vegna samstarfs við Ericson, sænska farsímafyrirtækið um nýja kynslóð farsíma. Einnig hefur kvikmyndadeild félagsins átt erfitt uppdráttar.

Hinsvegar gengur salan á PlayStation tölvuleikjum Sony mjög vel eins og áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×