Viðskipti erlent

Aktia Bank gengur frá kaupum á sjóðum Kaupþings í Finnlandi

Aktia Bank hefur gengið endanlega frá kaupum sínum á fjárfestingasjóðum og starfsemi Kaupþings í Finnlandi. Greint var frá því í október að kaupin stæðu fyrir dyrum.

Í tilkynningu sem Aktia Bank sendi frá sér í dag kemur fram að aðilar hefðu orðið sammála um að kaupverðið ætti að vera trúnaðarmál. Þar segir ennfremur að með kaupunum muni Aktia Bank geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreyttari þjónustu hvað fjárfestingar varðar.

Jussi Laitinen aðstoðarforstjóri Aktia Bank segir í fyrrgreindi tilkynningu að ætlunin stjórnar bankans með kaupunum á þessari starfsemi Kaupþings sé að skapa með þeim sérstaka og sjálfstæða einingu innan bankans til að sinna fjárfestingum fyrir viðskiptavini bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×