Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag bankanna komið í 1.000 punkta hjá þeim öllum

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna er komið í 1.000 punkta hjá þeim öllum en hafa ber í huga að mikið bil hefur verið á milli kaup- og sölutilboða.

Greining Kaupþings fjallar um málið í Hálf fimm fréttum sínum. Þar kemur fram að skuldatryggingaálög íslensku viðskiptabankanna til fimm ára hafa hækkað töluvert í vikunni en það sama má raunar segja um aðra evrópska og bandaríska banka.

Hækkunina má rekja til sviptinga á fjármálamörkuðum, vandamála Lehman, AIG og fleiri fjármálafyrirtækja, aukins vantrausts á milli banka og lausafjárþurrðar á millibankamarkaði.. Lægst er álagið á Landsbankann, 800/1.000, þótt álag bankans hafi hækkað hvað mest á síðustu dögum. Kaupþing stóð í 1.000/1.200 og Glitnir 1.100/1.300 í upphafi dags.

Hér má einnig geta þess að skuldatryggingaálag bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley hækkaði verulega í gær þegar hlutabréf bankans hrundu vegna óvissu um framtíð hans og er það komið upp yfir íslensku bankanna. Stóðu tilboð í 1.200/1.400 í morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×