Erlent

Boeing reisir öryggisgirðingu

Þessi girðing er á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í Kaliforníu.
Þessi girðing er á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í Kaliforníu.

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að semja við fyrirtækið Boeing um byggingu umdeildrar öryggisgirðingar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Girðingin mun rísa í Arizonaríki og verður í tveimur hlutum. Það er Bandaríska heimavarnarráðuneytið sem lætur byggja girðinguna. Mikill þrýsingur hefur verið á ráðuneytið að styrka varnir við landamærin en stöðugur straumur ólöglegra innflytjenda fer yfir landamærin á ári hverju.

Aðrir hafa gagnrýnt áæltanir að reisa girðingar af þessum toga og segja slíkt til marks um einangrunarstefnu stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×