Viðskipti innlent

FL Group nálgast 13 prósentin í dag

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group og Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður.
Jón Sigurðsson forstjóri FL Group og Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður.

FL Group hf. hefur lækkað um 12,61% það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Gengi félagsins stendur nú í 7,28. Þá hefur Exista lækkað um 9,72% og 365 hf. um 7,97%.

Teymi hefur farið niður um 7,71% en alls hefur 21 félag lækkað það sem af er degi. Aðeins eitt félag hefur hækkað og er það Century Aluminum Company um 1,04%.

Markaðir hafa verið eldrauðir í allan dag og úrvalsvísitalan hefur farið niður um 3,65%. Stendur hún nú í tæpum 4.643 stigum.

Mestu viðskipti í dag hafa verið með bréf í Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni.

Gengi FL Group um áramótin var 13,75 og hefur því gengi félagsins lækkað um rúm 47% á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×