Viðskipti innlent

Laun hafa hækkað umfram kjarasamninga á síðustu árum

Jón Emil Sigurgeirsson.
Jón Emil Sigurgeirsson.

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 23 prósent á árunum 2005-2007 sem er nokkuð umfram kjarasamninga á tímabilinu. Þetta kemur fram í launakönnun ParX, viðskiptaráðgjafar IBM.

Könnunin sýnir enn fremur að laun opinberra starfsmanna hafi hækkað um 19 prósent á sama tímabili samkvæmt Hagstofunni. Fram kemur í tilkynningu ParX að ástæðan fyrir þessu sé meðal annars lítið atvinnuleysi og aukin starfsmannavelta. Nú bendi hins vegar allt til þess að launaskrið síðustu ára sé liðið og að launahækkanir verði minni en áður.

Launakönnun ParX, sem hefur verið gerð árlega frá 1979, byggist á upplýsingum úr launakerfum rúmlega 100 fyrirtækja úr ýmsum starfsgreinum.

Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði frá 2004 var gert ráð fyrir að laun hækkuðu á bilinu 16-20 prósent fram til ársins 2008. Þá gerðu helstu kjarasamningar ríkisins sem undirritaðir voru 2004 ráð fyrir meðaltalshækkun upp á 21 prósent. „Þróunin hefur hins vegar orðið á þann veg að laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað umfram það," segir Jón Emil Sigurgeirsson, umsjónamaður launakannana hjá ParX, í tilkynningu félagsins














Fleiri fréttir

Sjá meira


×