Þúsundir mótmæla fundi G-8 hópsins 5. júlí 2008 19:15 Þúsundir manna mótmæltu í morgun fyrirhuguðum leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Japan eftir helgi. Himinhátt verð á matvælum og olíu, verðbólga og lánakreppa sem hefur þrýst hagvexti langt niður er meðal þess sem verður á dagskránni þegar leiðtogar átta helstu iðnríkja heims, hinn svokallaði G-8 hópur, hittast utan við Sapporo í Japan eftir helgina. Útlit og horfur eru miklu verri nú en þegar leiðtogarnir hittust í Þýskalandi fyrir ári síðan. Þá töldu þeir að efnahagsástand heimsins væri í góðu lagi, þótt olíuverð væri að vísu nokkuð hátt. Þá kostaði olíufatið 70 dollara, innan við helming af því sem það kostar nú. Gestgjafarnir í ár, Japanir, höfðu ætlað umhverfismálum stærstan hluta dagskrárinnar en nú þykir líklegt að efnahagsvandinn muni verða efst á baugi. En eins og venjulega þegar efnahagsveldin hittast, þá vilja margir koma sínum skoðunum á framfæri með góðu eða illu. Nokkur þúsund manns fóru um götur Sapporo í morgun til að mótmæla fundinum. Mótmælendurnir veifuðu fánum, börðu bumbur og hrópuðu slagorð gegn G-8 og fundahöldum ríkustu þjóða heimsins. Í hópnum eru umhverfissinnar, andstæðingar heimsvæðingar, dýravinir, stjórnleysingjar og allt þar á milli. Mótmælin voru að mestu friiðsamleg. Rúmlega 20 þúsund lögreglumenn hafa verið kallaðir út til að tryggja öryggi þjóðarleiðtoganna á Hokkaido-eyju, þar sem Sapporo er, og annar eins fjöldi í höfuðborginni Tokyo. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Þúsundir manna mótmæltu í morgun fyrirhuguðum leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Japan eftir helgi. Himinhátt verð á matvælum og olíu, verðbólga og lánakreppa sem hefur þrýst hagvexti langt niður er meðal þess sem verður á dagskránni þegar leiðtogar átta helstu iðnríkja heims, hinn svokallaði G-8 hópur, hittast utan við Sapporo í Japan eftir helgina. Útlit og horfur eru miklu verri nú en þegar leiðtogarnir hittust í Þýskalandi fyrir ári síðan. Þá töldu þeir að efnahagsástand heimsins væri í góðu lagi, þótt olíuverð væri að vísu nokkuð hátt. Þá kostaði olíufatið 70 dollara, innan við helming af því sem það kostar nú. Gestgjafarnir í ár, Japanir, höfðu ætlað umhverfismálum stærstan hluta dagskrárinnar en nú þykir líklegt að efnahagsvandinn muni verða efst á baugi. En eins og venjulega þegar efnahagsveldin hittast, þá vilja margir koma sínum skoðunum á framfæri með góðu eða illu. Nokkur þúsund manns fóru um götur Sapporo í morgun til að mótmæla fundinum. Mótmælendurnir veifuðu fánum, börðu bumbur og hrópuðu slagorð gegn G-8 og fundahöldum ríkustu þjóða heimsins. Í hópnum eru umhverfissinnar, andstæðingar heimsvæðingar, dýravinir, stjórnleysingjar og allt þar á milli. Mótmælin voru að mestu friiðsamleg. Rúmlega 20 þúsund lögreglumenn hafa verið kallaðir út til að tryggja öryggi þjóðarleiðtoganna á Hokkaido-eyju, þar sem Sapporo er, og annar eins fjöldi í höfuðborginni Tokyo.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira