Innlent

„Þið gerið það sem þið þurfið að gera“

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

„Þetta virkar ekki þannig að ég veiti lögreglunni heimild," sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í samtali við Vísi og benti á lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

„Ég sagði við lögregluna fyrir norðan „Ef það er ykkar mat að hann sé að valda hættu í byggð eða við bæi þá gerið þið það sem þið þurfið að gera," og það er bara ósköp einfalt hættumat lögreglunnar. Það er þoka á svæðinu, þeir voru hræddir um að missa hann inn í hana og þeir urðu bara að meta þetta á staðnum," sagði Þórunn enn fremur.

„Mínir sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun ráðlögðu það sama. Það er ekki til nein sérstök áætlun. Þetta snýst ekki bara um að svæfa hvítabjörn í hálftíma, við þurfum að vita nákvæmlega hvað tekur síðan við. Til þess þarf mikið lið manna og svæfingarlyf og við fundum ekki rétta lyfið í landinu. Alls konar praktísk mál þurfa að vera alveg á hreinu til að bregðast rétt við. Ég viðurkenni fúslega að það hefði verið betra að til hefði verið viðbragðsáætlun og að við vissum hvert við hefðum getað farið með hann en þegar svona gerist getum við ekki tekið einhverja óþarfa áhættu í nágrenni við mannabyggðir,“ sagði Þórunn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×