Innlent

Búið að finna ísbjörninn

Lögreglan á Sauðárkróki hefur haft uppi á ísbirninum sem fregnir höfðu borist um að hefði sést við Þverárfjallsveg. Þessa stundina er lögreglan á leið með skyttu á svæðið og leitar leiða til að bægja frá hættu sem gæti skapast vegna dýrsins.

Björninn er fyrir ofan bæinn Skíðastaði við Tindastól og bíður lögregla nú eftir deyfibyssu til að beita á dýrið en útilokar ekki að nauðsynlegt geti reynst að drepa það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×