Innlent

Kaupþing breytir vinnubrögðum eftir ávítur frá Neytendasamtökunum

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

Kaupþing hefur breytt samningsskilmálum í tengslum við Vista viðbótarlífeyrissparnað í kjölfar þess að Neytendasamtökin gagnrýndu ítrekað söluaðferðir bankans. Kemur gagnrýnin í kjölfar kvartanna frá neytendum þar sem söluaðferðir Kaupþings á viðbótarlífeyrissparnaðinum þóttu vafasamar. Voru fjölmörg dæmi þess að ungt fólk hafi gert bindandi samninga í verslunarmiðstöðvum, á vinnustöðum og jafnvel á kaffihúsum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neytendasamtökunum en þar segir jafnframt: „Fulltrúi Neytendasamtakanna átti fund með forvígismönnum Kaupþings þar sem þessi sölumennska var gagnrýnd. Neytendasamtökin lögðu til að Kaupþing setti í skilmála sína ákvæði um að rétthafi samnings gæti sagt upp samningnum innan 14 daga frá undirritun, enda myndi slíkt ákvæði í mörgum tilvikum koma í veg fyrir ágreining sem tengist samningsgerðinni. Fólk hefur þá einfaldlega ákveðið svigrúm til að hætta við.

Nú hefur Kaupþing fallist á þetta og bætt eftirfarandi við samningsskilmálana: „Undirritun rétthafa á samninginn skuldbindur hann ekki fyrr en fjórtán dögum frá gerð samningsins og er rétthafa heimilt að falla frá samningi innan þess frests."

Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju sinni með þessa breytingu sem Kaupþing hefur gert á umræddum skilmálum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×