Viðskipti erlent

Sveitarstjórn Kent ánægð með Icesave fund á Íslandi

Fjármálastjórar sveitarstjórnar Kent á Englandi, Kent County Council, eru ánægðir með fundarhöld hér á landi um Icesave-reikningana. Kent átti 50 milljón pund, eða milljarð kr., inn á reikningum hjá Landsbankanum og Glitni er þeir komust í þrot.

BBC greinir frá þessu og hefur eftir Nick Chard fjármálastjóra Kent að fundurinn á Íslandi hafi verið fyrsta skrefið í flóknu ferli..."en fyrstu vísbendingar eru jákvæðar," segir Chard. "Við munum fylgja þessu eftir þar til hvert penny hefur verið endurgreitt."

Ásamt Kent sátu fundinn fulltrúar frá Borough of Barnet úthverfinu í London. Áður hefur komið fram að Kent er sú sveitarstjórn sem mest fé átti inni hjá íslensku bönkunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×