Viðskipti erlent

Aftur fundað um þrotabú Sterling í kvöld

Farsinn um söluna á þrotabúi Sterling flugfélagsins heldur áfram. Nú á að funda aftur með verkalýðsfélögum um söluna óg hefst sá fundur í kvöld. Í gær höfðu skiptastjórar þrotabúsins sagt að vonlaust væri að selja þroabúið vegna andstöðu verkalýðsfélagsins Dansk Funktionærforbund.

Stór hluti af flugliðum og flugmönnum Sterling tilheyra Dansk Funktionærforbund en talsmaður þess sagði að ómögulegt væri að ganga að tilboði áhugasams kaupenda því sá ætlaði að draga verulega úr kaupi og réttindum flugliða og flugmanna.

Nú hefur verkalýðsfélagið HK/Privat Luftfart blandað sér í slaginn og segist reiðubúið til samninga ef þeir geti bjargað störfum rúmlega 400 fyrrum flugliða og flugmanna Sterling.

Í framhaldi af þessu var ákveðið að reyna til þrautar að leysa málið á fundi í kvöld en þann fund sitja formenn beggja fyrrgreindra verkalýðsfélaga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×