Viðskipti erlent

Tölvupóstur um Icesave-útborgun endar sem ruslpóstur

Síur fyrir ruslpóst (spam) á netinu valda því að tölvupóstar frá breskum fjármálayfirvöldum (FSCS) um útborganir á Icesave-reikningum í Bretlandi berast ekki til viðtakenda.

Fjallað er um málið í breska blaðinu Telegraph. Þar segir að nokkrar netþjónustur flokki tölvupóstinn frá FSCS til eigenda Icesave reikninga sem ruslpóst. Eigendur reikningana fá því ekki í hendur upplýsingar um hvernig þeir geta nálgast innistæður sínar.

Talsmaður FSCS segir að þeir eigi nú í viðræðum við netþjónustur um að leysa þetta vandamál. Samkvæmt FSCS áttu allir eigendur Icesave-reikninga að fá í hendur tölvupóst s.l. föstudag þar sem þeim var greint frá því hvernig þeir ættu að yfirfæra af Icesave og yfir á aðra bankareikninga í sinni eigu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×