Sport

Boxari lést eftir að hafa verið sleginn niður

Elvar Geir Magnússon skrifar

Hnefaleikamaðurinn Choi Yo-sam frá Suður-Kóreu hefur látið lífið eftir að hafa verið sleginn niður í bardaga á Jóladag.

Yo-sam vann bardagann á stigum og varði Asíumeistaratitil sinn í fluguvigt.

Yo-Sam barðist við Heri Amol frá Indónesíu og var sleginn niður í lok tólftu lotu. Choi reis upp aftur og vann bardagann. Stuttu síðar féll hann þó aftur niður og var farið með hann á spítala í Seúl.

Þar var hann síðan úrskurðaður heiladauður.You-Sam var 33 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×