Erlent

Hlaut ekki dauðadóm fyrir að myrða barn í örbylgjuofni

China Arnold slapp við dauðarefsingu.
China Arnold slapp við dauðarefsingu. MYND/AP

Bandarísk kona, sem ákærð er fyrir að myrða barn sitt í örbylgjuofni, slapp við dauðadóm eftir kviðdómur klofnaði í afstöðu sinni í gær.

Eftir að kviðdómendur höfðu fundað í fimm klukkustundir um mál konunnar, China Arnold sem er 28 ára gömul, tilkynntu þeir dómara að þeir kæmust ekki að niðurstöðu um hvort beita skyldi dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi.

Nú er það dómarans að ákveða hvort konan hlýtur lífstíðardóm án skilyrða eða lífstíðardóm með möguleika á reynslulausn eftir 25 eða 30 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×