Erlent

Hells Angels í átökum við innflytjendur í Danmörku

Danskir lögregluþjónar að störfum.
Danskir lögregluþjónar að störfum. MYND/AP

Lögreglan í Kaupmannahöfn sleppti fjórtán manns úr fangelsi í morgun sem handteknir voru eftir að til skotbardaga kom í Amager-hverfi borgarinnar í gærkvöldi.

Um var að ræða ellefu félaga úr bifhjólasamtökunum Hells Angels og þrjá menn af erlendum uppruna sem lent höfðu í útistöðum við þá nálægt klúbbhúsi Hells Angels. Nokkrum skotum var hleypt af en enginn slasaðist. Lögreglu tókst ekki að afla nægra upplýsinga við yfirheyrslur til að unnt væri að halda hinum handteknu lengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×