Viðskipti innlent

Ólíklegt að Baugur kaupi Saks á þessu ári

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.

Bandaríska dablaðið the New York Post segist í dag hafa heimildir fyrir því að ólíklegt sé að Baugur kaupi verslunarkeðjuna Saks á þessu ári. Blaðið vitnar til orða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs sem sagði fyrir um mánuði síðan að Baugur væri mjög áhugasamur um að kaupa keðjuna. Baugur á í dag um átta prósenta hlut í keðjunni, en Saks Fifth Avenue í New York, flaggskip keðjunnar, er ein frægasta verslun heims. Heimildir blaðsins herma hinsvegar að ólíklegt sé að tilboð verði lagt fram á þessu ári.

Ummæli Jóns Ásgeirs í ágúst féllu í kjölfar þess að ársfjórðungsuppgjör keðjunnar var gert opinbert en það sýndi tap á rekstri félagsins sem var meira en búist hafði verið við. Í kjölfar ummælana hækkuðu bréf í félaginu um fimm prósent á einum degi í kauphöllinni og hafa þau hækkað nokkuð á tímanum sem liðinn er. New York Post vitnar hins vegar í heimildarmann „úr innsta hring" sem segir að versnandi horfur á fjármálamörkuðum heimsins og skortur á lansfé geri það að verkum að kaup Baugs á Saks á þessu ári séu „nær óhugsandi" við núverandi aðstæður.

Það er sérstaklega ný afkomuspá fyrir Saks, sem gerir ráð fyrir minni hagnaði fyrir afskriftir og skatta, sem minnkar líkurnar á því að yfirtaka borgi sig í nánustu framtíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×