Erlent

Obama vill lagabreytingar á Wall Street

Barack Obama sagði kvöld að gera þurfi breytingar á regluverkinu á Wall Street til þess að auka aftur trúna á fjármálmörkuðum.

Hann segir að þetta verði forgangsmál nái hann kjöri sem forseti Bandaríkjanna.

Hann vildi hins vegar ekki gefa upp með hvaða hætti lögunum þyrfti að breyta.

Obama sagði einnig að grípa verði til aðgerða til þess að rétta af bandaríska húsnæðis markaðarins en niðursveifla hans er ein af rótum kreppunnar sem vofir nú yfir.

"Ef húsnæðisverð heldur áfram að lækka verðum við að grípa til aðgerða, en það er of snemmt að segja nákvæmlega hvaða aðgerðir það verða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×