Erlent

Bush segir McCain þrautreyndan leiðtoga

Flokksþing repúblíkana í Bandaríkjunum hófst í nótt eftir tafir vegna fellibylsins Gústafs. Bandaríkjaforseti ávarpaði gesti í gegnum myndsíma frá Hvíta húsinu. Hann sagði John McCain, forsetaefni flokksins, þrautreyndan leiðtoga sem hafi þjónað Bandaríkjamönnum vel í her og á þingi.

Í ræðu sinni sagði forsetinn það liggja fyrir arftaka sínum að taka margar erfiðar ákvarðanir líkt og hann hefði þurft að gera síðustu átta árin. Hann rifjaði upp þau ár sem John McCain mátti dúsa á Hanoi Hilton sem stríðsfangi í Víetnam. Fyrst það hafi ekki brotið hann niður geti reiðir vinstrimenn heldur ekki haft hann undir.

En kastljósi fjölmiðla vestanhafs er síður beint á John McCain þessa dagana og aðallega á varaforsetaefni hans, Söru Palin.

Ólétta sautján ára dóttur hennar utan hjónabands hefur vakið reiði á áhyggur margra íhaldsamari repúblíkana og einnig rannsókn á því hvort hún hafi látið reka yfirmann í stjórnsýslunni þegar hún var ríkisstjóri í Alaska fyrir að neita að reka lögreglumann sem skildi við systur hennar.

Þess fyrir utan hafa vaknað spurningar um tengls Palin við stjórnmálaflokk í Alska sem hafði það á stefnuskrá sinni að fylkið segði sig úr lögum við Bandaríkin. Palin og maður hennar eru sögð hafa mætt á landsfund Sjálfstæðisflokks Alaska árið 1994.

Kosningastjórni McCains birti í gær gögn sem eru sögð sýna að Palin hafi verið skráð í Repúblíkanaflokkinn frá því hún hafi fengið kosningarétt og því ekki tengd Sjálfstæðisflokk Alaska.

McCain hefur sagt Palin sálufélaga sinn í stjórnmjálum en áhyggur af valinu urðu til að hann svaraði reiður spurningum fréttamanna í gær og sagði starfslið sitt hafa farið ítarlega yfir feril Palins áður en hún hafi verið valin og þakkaði hann fyrir það starf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×