Drög að stefnu Vinstri grænna í málefnum utangarðsfólks 29. september 2008 06:15 Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um utangarðsfólk. Það sem er fyrst og fremst gott við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum er það að hún er fyrsta stefna sinnar tegundar á Íslandi og brautryðjandi sem slík. Utangarðsfólk á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, verja stjórnarskrárvarin mannréttindi og rétt til húsaskjóls. Stefnan er árangur af baráttu þeirra fjölmörgu sem tekið hafa upp hanskann fyrir þetta fólk. Það er verðugt markmið að efla samstarf og forvarnir, auka reglubundna þjónustu, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtíma úrræðum. Stefnan er aðgengileg á vefsvæði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. StefnumótunUndirritaður hefur átt sæti í starfshópi á vegum velferðarráðs Reykjavíkur um málefni utangarðsfólks síðan 6. febrúar 2007, eða í rúma nítján mánuði. Hópurinn boðaði fjölmarga hagsmunaaðila og fagfólk til samráðs og hélt átján formlega fundi. Má þar nefna fulltrúa frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (sem er þekkingarmiðstöð í málaflokknum), Landspítala, SÁÁ, Geðhjálp, Krísuvíkursamtökunum og svo mætti lengi telja.Safnað hefur verið saman gríðarlegri reynslu og þekkingu sem getur orðið góður grunnur að stefnu borgarinnar í málaflokknum. Þegar drögin að stefnunni voru lögð fram til fyrstu (og einu) umræðu í velferðarráði lagði minnihlutinn til að þau yrðu send til allra þeirra sem að málinu komu til umsagnar. Slíkt er alvanalegt og ber vott um vönduð vinnubrögð og virðingu fyrir þeim sem að málinu hafa komið á formlegan hátt. Þessu var samt sem áður hafnað af hálfu meirihlutans. HjásetaVinstri græn í velferðarráði og borgarráði ákváðu að sitja hjá við afgreiðslu málsins aðallega af neðangreindum ástæðum:a) Stefnan tryggir það ekki að utangarðsmenn fái þak yfir höfuðið á þessu ári heldur einhvern tíma á því næsta.b) Opna á langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðskonur í neyslu einhvern tíma á næsta ári. Þetta þolir enga bið. Sumar konurnar sjá sig tilneyddar að búa hjá körlum gegn misnotkun.c) Talað er um að „skammtíma gistiskýli uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til úrræða af þessu tagi. Skoðaður verði núverandi húsakostur og lagðar fram tillögur að breytingum ef þurfa þykir". Og þetta á að gera einhvern tíma á næsta ári. Starfshópur sem starfað hefur í nítján mánuði hefur ekki skoðað það húsnæði sem er til staðar. Það hefur undirritaður gert og er á þeirri skoðun að neyðarskýlin eru í húsnæði sem er í raun ekki boðlegt þessu veika fólki. Nú þegar þarf að byggja eða kaupa sæmandi húsnæði í miðborginni.d) Engin hugmyndafræði er í stefnunni um bata og eðlilegt líf. Þótt talað sé um „búsetuúrræði með félagslegum stuðningi" og hafa eigi „samstarf um rekstur á slíku úrræði við viðeigandi aðila" er það ekki útlistað frekar. Stefna í þessum málaflokki sem ekki talar skýrt um leið út úr vandanum er gölluð. e) Ýmislegt annað er umhugsunarvert eins og það að samkvæmt stefnunni á það ekki að vera tryggt fyrr en á árinu 2010 að utangarðsfólk njóti heimilislæknis. Drög að stefnu VGREftir þá vinnu sem nú hefur átt sér stað telur undirritaður að eftirfarandi aðgerðir eigi að vera skýrar í stefnu og aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks en sumar þeirra eru nú þegar í stefnu Reykjavíkurborgar:• Rannsókn í samráði við fagaðila á umfangi þeirra sem teljast til utangarðsfólks. Má þar nefna Landspítalann, SÁÁ, RKÍ, Geðhjálp, Samhjálp, Lögregluna og Þjónustumiðstöð miðborgar.• Gistiskýli (neyðarathvarf) fyrir konur og karla í neyslu. Staðsett í eða við miðbæinn - tengt mötuneyti. Borgin kaupi eða byggi viðunandi húsnæði.• Áfangahús fyrir konur og karla í neyslu - staðsett í eða við miðbæinn.• Færanleg hús fyrir pör og einstaklinga í neyslu sem ekki þrífast í sambýli.• Búsetuúrræði fyrir konur og karla í neyslu í eða við miðbæ.• Búsetuúrræði fyrir utangarðsfólk í bata tengt meðferðarstöð. 1-3 ár.• Búsetuúrræði fyrir utangarðsfólk í bata í Reykjavík með miklu utanumhaldi.• Félagslegt húsnæði, sjálfstæð búseta.Höfundur er borgarfulltrúi VG og átti sæti í starfshópi um málefni utangarðsfólks sem nýverið lauk störfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um utangarðsfólk. Það sem er fyrst og fremst gott við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum er það að hún er fyrsta stefna sinnar tegundar á Íslandi og brautryðjandi sem slík. Utangarðsfólk á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, verja stjórnarskrárvarin mannréttindi og rétt til húsaskjóls. Stefnan er árangur af baráttu þeirra fjölmörgu sem tekið hafa upp hanskann fyrir þetta fólk. Það er verðugt markmið að efla samstarf og forvarnir, auka reglubundna þjónustu, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtíma úrræðum. Stefnan er aðgengileg á vefsvæði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. StefnumótunUndirritaður hefur átt sæti í starfshópi á vegum velferðarráðs Reykjavíkur um málefni utangarðsfólks síðan 6. febrúar 2007, eða í rúma nítján mánuði. Hópurinn boðaði fjölmarga hagsmunaaðila og fagfólk til samráðs og hélt átján formlega fundi. Má þar nefna fulltrúa frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (sem er þekkingarmiðstöð í málaflokknum), Landspítala, SÁÁ, Geðhjálp, Krísuvíkursamtökunum og svo mætti lengi telja.Safnað hefur verið saman gríðarlegri reynslu og þekkingu sem getur orðið góður grunnur að stefnu borgarinnar í málaflokknum. Þegar drögin að stefnunni voru lögð fram til fyrstu (og einu) umræðu í velferðarráði lagði minnihlutinn til að þau yrðu send til allra þeirra sem að málinu komu til umsagnar. Slíkt er alvanalegt og ber vott um vönduð vinnubrögð og virðingu fyrir þeim sem að málinu hafa komið á formlegan hátt. Þessu var samt sem áður hafnað af hálfu meirihlutans. HjásetaVinstri græn í velferðarráði og borgarráði ákváðu að sitja hjá við afgreiðslu málsins aðallega af neðangreindum ástæðum:a) Stefnan tryggir það ekki að utangarðsmenn fái þak yfir höfuðið á þessu ári heldur einhvern tíma á því næsta.b) Opna á langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðskonur í neyslu einhvern tíma á næsta ári. Þetta þolir enga bið. Sumar konurnar sjá sig tilneyddar að búa hjá körlum gegn misnotkun.c) Talað er um að „skammtíma gistiskýli uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til úrræða af þessu tagi. Skoðaður verði núverandi húsakostur og lagðar fram tillögur að breytingum ef þurfa þykir". Og þetta á að gera einhvern tíma á næsta ári. Starfshópur sem starfað hefur í nítján mánuði hefur ekki skoðað það húsnæði sem er til staðar. Það hefur undirritaður gert og er á þeirri skoðun að neyðarskýlin eru í húsnæði sem er í raun ekki boðlegt þessu veika fólki. Nú þegar þarf að byggja eða kaupa sæmandi húsnæði í miðborginni.d) Engin hugmyndafræði er í stefnunni um bata og eðlilegt líf. Þótt talað sé um „búsetuúrræði með félagslegum stuðningi" og hafa eigi „samstarf um rekstur á slíku úrræði við viðeigandi aðila" er það ekki útlistað frekar. Stefna í þessum málaflokki sem ekki talar skýrt um leið út úr vandanum er gölluð. e) Ýmislegt annað er umhugsunarvert eins og það að samkvæmt stefnunni á það ekki að vera tryggt fyrr en á árinu 2010 að utangarðsfólk njóti heimilislæknis. Drög að stefnu VGREftir þá vinnu sem nú hefur átt sér stað telur undirritaður að eftirfarandi aðgerðir eigi að vera skýrar í stefnu og aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks en sumar þeirra eru nú þegar í stefnu Reykjavíkurborgar:• Rannsókn í samráði við fagaðila á umfangi þeirra sem teljast til utangarðsfólks. Má þar nefna Landspítalann, SÁÁ, RKÍ, Geðhjálp, Samhjálp, Lögregluna og Þjónustumiðstöð miðborgar.• Gistiskýli (neyðarathvarf) fyrir konur og karla í neyslu. Staðsett í eða við miðbæinn - tengt mötuneyti. Borgin kaupi eða byggi viðunandi húsnæði.• Áfangahús fyrir konur og karla í neyslu - staðsett í eða við miðbæinn.• Færanleg hús fyrir pör og einstaklinga í neyslu sem ekki þrífast í sambýli.• Búsetuúrræði fyrir konur og karla í neyslu í eða við miðbæ.• Búsetuúrræði fyrir utangarðsfólk í bata tengt meðferðarstöð. 1-3 ár.• Búsetuúrræði fyrir utangarðsfólk í bata í Reykjavík með miklu utanumhaldi.• Félagslegt húsnæði, sjálfstæð búseta.Höfundur er borgarfulltrúi VG og átti sæti í starfshópi um málefni utangarðsfólks sem nýverið lauk störfum.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar