Drög að stefnu Vinstri grænna í málefnum utangarðsfólks 29. september 2008 06:15 Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um utangarðsfólk. Það sem er fyrst og fremst gott við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum er það að hún er fyrsta stefna sinnar tegundar á Íslandi og brautryðjandi sem slík. Utangarðsfólk á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, verja stjórnarskrárvarin mannréttindi og rétt til húsaskjóls. Stefnan er árangur af baráttu þeirra fjölmörgu sem tekið hafa upp hanskann fyrir þetta fólk. Það er verðugt markmið að efla samstarf og forvarnir, auka reglubundna þjónustu, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtíma úrræðum. Stefnan er aðgengileg á vefsvæði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. StefnumótunUndirritaður hefur átt sæti í starfshópi á vegum velferðarráðs Reykjavíkur um málefni utangarðsfólks síðan 6. febrúar 2007, eða í rúma nítján mánuði. Hópurinn boðaði fjölmarga hagsmunaaðila og fagfólk til samráðs og hélt átján formlega fundi. Má þar nefna fulltrúa frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (sem er þekkingarmiðstöð í málaflokknum), Landspítala, SÁÁ, Geðhjálp, Krísuvíkursamtökunum og svo mætti lengi telja.Safnað hefur verið saman gríðarlegri reynslu og þekkingu sem getur orðið góður grunnur að stefnu borgarinnar í málaflokknum. Þegar drögin að stefnunni voru lögð fram til fyrstu (og einu) umræðu í velferðarráði lagði minnihlutinn til að þau yrðu send til allra þeirra sem að málinu komu til umsagnar. Slíkt er alvanalegt og ber vott um vönduð vinnubrögð og virðingu fyrir þeim sem að málinu hafa komið á formlegan hátt. Þessu var samt sem áður hafnað af hálfu meirihlutans. HjásetaVinstri græn í velferðarráði og borgarráði ákváðu að sitja hjá við afgreiðslu málsins aðallega af neðangreindum ástæðum:a) Stefnan tryggir það ekki að utangarðsmenn fái þak yfir höfuðið á þessu ári heldur einhvern tíma á því næsta.b) Opna á langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðskonur í neyslu einhvern tíma á næsta ári. Þetta þolir enga bið. Sumar konurnar sjá sig tilneyddar að búa hjá körlum gegn misnotkun.c) Talað er um að „skammtíma gistiskýli uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til úrræða af þessu tagi. Skoðaður verði núverandi húsakostur og lagðar fram tillögur að breytingum ef þurfa þykir". Og þetta á að gera einhvern tíma á næsta ári. Starfshópur sem starfað hefur í nítján mánuði hefur ekki skoðað það húsnæði sem er til staðar. Það hefur undirritaður gert og er á þeirri skoðun að neyðarskýlin eru í húsnæði sem er í raun ekki boðlegt þessu veika fólki. Nú þegar þarf að byggja eða kaupa sæmandi húsnæði í miðborginni.d) Engin hugmyndafræði er í stefnunni um bata og eðlilegt líf. Þótt talað sé um „búsetuúrræði með félagslegum stuðningi" og hafa eigi „samstarf um rekstur á slíku úrræði við viðeigandi aðila" er það ekki útlistað frekar. Stefna í þessum málaflokki sem ekki talar skýrt um leið út úr vandanum er gölluð. e) Ýmislegt annað er umhugsunarvert eins og það að samkvæmt stefnunni á það ekki að vera tryggt fyrr en á árinu 2010 að utangarðsfólk njóti heimilislæknis. Drög að stefnu VGREftir þá vinnu sem nú hefur átt sér stað telur undirritaður að eftirfarandi aðgerðir eigi að vera skýrar í stefnu og aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks en sumar þeirra eru nú þegar í stefnu Reykjavíkurborgar:• Rannsókn í samráði við fagaðila á umfangi þeirra sem teljast til utangarðsfólks. Má þar nefna Landspítalann, SÁÁ, RKÍ, Geðhjálp, Samhjálp, Lögregluna og Þjónustumiðstöð miðborgar.• Gistiskýli (neyðarathvarf) fyrir konur og karla í neyslu. Staðsett í eða við miðbæinn - tengt mötuneyti. Borgin kaupi eða byggi viðunandi húsnæði.• Áfangahús fyrir konur og karla í neyslu - staðsett í eða við miðbæinn.• Færanleg hús fyrir pör og einstaklinga í neyslu sem ekki þrífast í sambýli.• Búsetuúrræði fyrir konur og karla í neyslu í eða við miðbæ.• Búsetuúrræði fyrir utangarðsfólk í bata tengt meðferðarstöð. 1-3 ár.• Búsetuúrræði fyrir utangarðsfólk í bata í Reykjavík með miklu utanumhaldi.• Félagslegt húsnæði, sjálfstæð búseta.Höfundur er borgarfulltrúi VG og átti sæti í starfshópi um málefni utangarðsfólks sem nýverið lauk störfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um utangarðsfólk. Það sem er fyrst og fremst gott við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum er það að hún er fyrsta stefna sinnar tegundar á Íslandi og brautryðjandi sem slík. Utangarðsfólk á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, verja stjórnarskrárvarin mannréttindi og rétt til húsaskjóls. Stefnan er árangur af baráttu þeirra fjölmörgu sem tekið hafa upp hanskann fyrir þetta fólk. Það er verðugt markmið að efla samstarf og forvarnir, auka reglubundna þjónustu, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtíma úrræðum. Stefnan er aðgengileg á vefsvæði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. StefnumótunUndirritaður hefur átt sæti í starfshópi á vegum velferðarráðs Reykjavíkur um málefni utangarðsfólks síðan 6. febrúar 2007, eða í rúma nítján mánuði. Hópurinn boðaði fjölmarga hagsmunaaðila og fagfólk til samráðs og hélt átján formlega fundi. Má þar nefna fulltrúa frá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (sem er þekkingarmiðstöð í málaflokknum), Landspítala, SÁÁ, Geðhjálp, Krísuvíkursamtökunum og svo mætti lengi telja.Safnað hefur verið saman gríðarlegri reynslu og þekkingu sem getur orðið góður grunnur að stefnu borgarinnar í málaflokknum. Þegar drögin að stefnunni voru lögð fram til fyrstu (og einu) umræðu í velferðarráði lagði minnihlutinn til að þau yrðu send til allra þeirra sem að málinu komu til umsagnar. Slíkt er alvanalegt og ber vott um vönduð vinnubrögð og virðingu fyrir þeim sem að málinu hafa komið á formlegan hátt. Þessu var samt sem áður hafnað af hálfu meirihlutans. HjásetaVinstri græn í velferðarráði og borgarráði ákváðu að sitja hjá við afgreiðslu málsins aðallega af neðangreindum ástæðum:a) Stefnan tryggir það ekki að utangarðsmenn fái þak yfir höfuðið á þessu ári heldur einhvern tíma á því næsta.b) Opna á langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðskonur í neyslu einhvern tíma á næsta ári. Þetta þolir enga bið. Sumar konurnar sjá sig tilneyddar að búa hjá körlum gegn misnotkun.c) Talað er um að „skammtíma gistiskýli uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til úrræða af þessu tagi. Skoðaður verði núverandi húsakostur og lagðar fram tillögur að breytingum ef þurfa þykir". Og þetta á að gera einhvern tíma á næsta ári. Starfshópur sem starfað hefur í nítján mánuði hefur ekki skoðað það húsnæði sem er til staðar. Það hefur undirritaður gert og er á þeirri skoðun að neyðarskýlin eru í húsnæði sem er í raun ekki boðlegt þessu veika fólki. Nú þegar þarf að byggja eða kaupa sæmandi húsnæði í miðborginni.d) Engin hugmyndafræði er í stefnunni um bata og eðlilegt líf. Þótt talað sé um „búsetuúrræði með félagslegum stuðningi" og hafa eigi „samstarf um rekstur á slíku úrræði við viðeigandi aðila" er það ekki útlistað frekar. Stefna í þessum málaflokki sem ekki talar skýrt um leið út úr vandanum er gölluð. e) Ýmislegt annað er umhugsunarvert eins og það að samkvæmt stefnunni á það ekki að vera tryggt fyrr en á árinu 2010 að utangarðsfólk njóti heimilislæknis. Drög að stefnu VGREftir þá vinnu sem nú hefur átt sér stað telur undirritaður að eftirfarandi aðgerðir eigi að vera skýrar í stefnu og aðgerðaráætlun í málefnum utangarðsfólks en sumar þeirra eru nú þegar í stefnu Reykjavíkurborgar:• Rannsókn í samráði við fagaðila á umfangi þeirra sem teljast til utangarðsfólks. Má þar nefna Landspítalann, SÁÁ, RKÍ, Geðhjálp, Samhjálp, Lögregluna og Þjónustumiðstöð miðborgar.• Gistiskýli (neyðarathvarf) fyrir konur og karla í neyslu. Staðsett í eða við miðbæinn - tengt mötuneyti. Borgin kaupi eða byggi viðunandi húsnæði.• Áfangahús fyrir konur og karla í neyslu - staðsett í eða við miðbæinn.• Færanleg hús fyrir pör og einstaklinga í neyslu sem ekki þrífast í sambýli.• Búsetuúrræði fyrir konur og karla í neyslu í eða við miðbæ.• Búsetuúrræði fyrir utangarðsfólk í bata tengt meðferðarstöð. 1-3 ár.• Búsetuúrræði fyrir utangarðsfólk í bata í Reykjavík með miklu utanumhaldi.• Félagslegt húsnæði, sjálfstæð búseta.Höfundur er borgarfulltrúi VG og átti sæti í starfshópi um málefni utangarðsfólks sem nýverið lauk störfum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun