Viðskipti innlent

,,Ég er mjög ánægður"

Guðmundur Hauksson er forstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson er forstjóri SPRON.

Forstjóri Sparisjóðs Reykjavíkurs og nágrennis er afar ánægður með niðurstöðu hlutahafafundar SPRON varðandi fyrirhugaðan samruna við Kaupþing. ,,Ég er mjög ánægður með að þessi áfangi er nú að baki og að tillagan hafi fengið jafn afgerandi stuðning hluthafa," segir Guðmundur Hauksson.

Hluthafafundur SPRON samþykkti í kvöld samrunann við Kaupþing með ríflega 80% atkvæða.

Talsverður hiti var á fundinum. ,,Það liggur alveg ljóst fyrir að ýmsir hluthafar eru ósáttir. Hlutabréfin hafa lækkað í verði og fólk orðið af einhverjum eignum. Aftur á móti á það auðvitað við hlutahafa nær allra hlutafélaga í landinu," segir Guðmundur.

,,Sumir áttu þessi hlutabréf ekki endilega fjárfestingarinnar vegna og af þeim sökum snertir þetta menn með ýmsum hætti þannig að ég átti alveg von á því að fram kæmu ýmis sjónarmið."

Nú eiga bæði Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið eftir að leggja blessun sína yfir samrunann. ,,Eftirlitsaðilarnir fara í gegnum ákveðna vinnu og svo heyrum við hvað þeir hafa að segja," segir Guðmundur sem vildi ekki spá fyrir hversu langan tíma sú vinna taki. Hann á þó von á því að af formlegum samruna verði á haustmánuðum.








Tengdar fréttir

Hluthafar í SPRON kjósa um samruna við Kaupþing

Mikill fjöldi manns er nú samann kominn á Hilton-hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem fram fer hluthafafundur SPRON. Þar á að taka fyrir tillögu um sameiningu við Kaupþing.

SPRON samþykkir samrunann við Kaupþing

Hluthafafundur SPRON samþykkti rétt í þessu samrunann við Kaupþing með ríflega 80% atkvæða. Talsverður hiti var á fundinum. Nú hefur enn einni hindruninni verið rutt úr vegi en bæði Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að leggja blessun sína yfir samrunann.

Talning hafin á hluthafafundi SPRON

Talning atkvæða er hafin á hluthafafundi SPRON en eina málið á dagskrá var tillaga um sameiningu við Kaupþing. Tíu hluthafar tóku til máls eftir að Guðmundur Hauksson, framkvæmdastjóri sjóðssins, hafði lokið máli sínu og lýstu flestir yfir megnri óánægju með stjórnina og samrunaferlið. Vísir flytur nánari fréttir af fundinum þegar talning atkvæða liggur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×