Viðskipti innlent

Krónubréf upp á 18 milljarða kr. á gjalddaga í dag

 

 

Krónubréf að nafnvirði 18 milljarða kr. falla á gjalddaga í dag að viðbættum vöxtum. Er þetta stærsti krónubréfagjalddagi mánaðarins en alls falla krónubréf að nafnvirði 27,5 milljarða kr. á gjalddaga í september auk vaxta.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að á mánudaginn í næstu viku eru 4,5 milljarðar kr. á gjalddaga. Þá eru krónubréf að fjárhæð 5 milljarðar kr. sem gjaldfalla viku síðar, mánudaginn 22. september.

Fyrir viku síðan gaf hollenski bankinn Rabobank út krónubréf að nafnvirði 13 milljarða kr. til eins árs en útgáfan er jafnframt eina útgáfa mánaðarins hingað til.

Eftir daginn í dag nema heildarútistandandi krónubréf 313 milljarða kr. en verður tæplega 304 milljarðar kr. í mánaðarlok, ef ekki kemur til frekari útgáfu í mánuðinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×