Handbolti

Pólverjar hafa verið Íslendingum erfiðir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik hjá Póllandi á Ólympíuleikunum.
Úr leik hjá Póllandi á Ólympíuleikunum.
Pólverjar, sem landslið Íslands mætir í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í Peking, hafa verið Íslendingum erfiðir á undanförnum árum. Ísland lagði Pólland síðast að velli í móti í Danmörku í ársbyrjun 2007, 40-39.

Síðan þá hafa Pólverjar fagnað sigri í fjórum viðureignum í röð. Fyrst 35-33 á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2007, síðan 36-35 á móti í París sama ár, þá 35-31 á móti í Danmörku í ársbyrjun 2008 og síðast 34-28 í undankeppni Ólympíuleikanna í Póllandi í sumar.

Sigfús Sigurðsson skoraði 800. mark Íslendinga í handknattleikskeppni á Ólympíuleikum í jafnteflisleiknum gegn Egyptum í nótt. Logi Geirsson var einnig með tímamótamark. Skoraði sitt 200. landsliðsmark í leiknum gegn Egyptalandi og hefur hann skorað 201 mark með landsliðinu.

Axexander Petersson skoraði aftur á móti sitt 300. mark með landsliðinu í leiknum gegn Dönum á laugardaginn, og hefur hann skorað 304 mörk með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×