Innlent

Alvarlegt slys um borð í togara við Látrabjarg

Sjómaður handarbrotnaði alvarlega þegar hann klemmdist undir vír við vinnu sína um borð í togaranum Drangavík VE, þar sem hann var við veiðar norðvestur af Látrabjargi í gærkvöldi.

Þegar slysið varð, var þyrla Landhelgisgæslunnar á æfingaflugi og var hún þegar send eftir sjómanninum. Hún lenti með hann við Landsspítalann í Fossvogi laust fyrir klukkan ellefu, þar sem sjómaðurinn gekkst undir aðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×