Viðskipti erlent

Áfram lækkun á Wall Street

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf héldu áfram að lækka á mörkuðum í Asíu í morgun þrátt fyrir að hófleg hækkun hafi orðið á hlutabréfamarkaðnum á Wall Street í gær.

Nikkei-vísitalan japanska lækkaði um tæp tvö prósentustig en kóreska KOSPI-vísitalan um 3,75. Væntingavísitala byggingariðnaðarins vestanhafs féll um 9 stig á skalanum einn til hundrað í gær og er hún nú lægri en hún hefur nokkurn tímann verið síðan samtök byggingariðnaðarins í Bandaríkjunum tóku að mæla hana árið 1985.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×