Stýrivextir vestan hafs í núllið og peningaprentunin á fullt 17. desember 2008 10:52 Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í gærkvöld að vextir bankans miðuðust nú við bilið 0 - 0,25% í stað 1% áður. Þetta kom mörkuðum nokkuð í opna skjöldu þar sem flestir höfðu spáð 0,5 prósentustiga lækkun vaxta. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að nú verði peningaprentvélarnar settar í fimmta gír hjá Bernanke og félögum, enda skilaboð bankans þau að vöxtum verði haldið nærri núlli og peningum veitt út í hagkerfið af kappi þar til það fer að taka við sér að nýju. Einnig lét bankinn í veðri vaka að umsvif hans við kaup á skuldabréfum íbúðalánveitenda yrðu enn aukin og að hann léti til sín taka við kaup á langtíma ríkisskuldabréfum. Er þetta væntanlega bæði hugsað til þess að auka peningamagnið og eins til þess að freista þess að minnka það álag sem er á íbúðalánum miðað við grunnvexti. Markaðir tóku tíðindunum fagnandi og hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur vestra um 4 - 5,5%. Gengi Bandaríkjadollara lækkaði hins vegar talsvert gagnvart helstu myntum. Gagnvart evru hefur dollarinn lækkað um tæp 3% síðan í gærmorgun og gagnvart japönsku jeni nemur gengislækkun dollarans 2,5%. Gagnvart krónu hefur dollarinn lækkað um 2% frá í gærmorgun. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í gærkvöld að vextir bankans miðuðust nú við bilið 0 - 0,25% í stað 1% áður. Þetta kom mörkuðum nokkuð í opna skjöldu þar sem flestir höfðu spáð 0,5 prósentustiga lækkun vaxta. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að nú verði peningaprentvélarnar settar í fimmta gír hjá Bernanke og félögum, enda skilaboð bankans þau að vöxtum verði haldið nærri núlli og peningum veitt út í hagkerfið af kappi þar til það fer að taka við sér að nýju. Einnig lét bankinn í veðri vaka að umsvif hans við kaup á skuldabréfum íbúðalánveitenda yrðu enn aukin og að hann léti til sín taka við kaup á langtíma ríkisskuldabréfum. Er þetta væntanlega bæði hugsað til þess að auka peningamagnið og eins til þess að freista þess að minnka það álag sem er á íbúðalánum miðað við grunnvexti. Markaðir tóku tíðindunum fagnandi og hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur vestra um 4 - 5,5%. Gengi Bandaríkjadollara lækkaði hins vegar talsvert gagnvart helstu myntum. Gagnvart evru hefur dollarinn lækkað um tæp 3% síðan í gærmorgun og gagnvart japönsku jeni nemur gengislækkun dollarans 2,5%. Gagnvart krónu hefur dollarinn lækkað um 2% frá í gærmorgun.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira