Viðskipti erlent

Bréf í Toyota lækkuðu um 12 prósentustig

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Verðhrun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun og lækkuðu bréf í Toyota um tæplega 12 prósentustig.

Nikkei-vísitalan féll í byrjun um 6,6 prósentustig en rétti úr kútnum þegar leið á daginn þar eystra og nam lækkunin einu prósentustigi við lokun markaða. Kóreska KOSPI-vísitalan var ein fárra vísitalna sem hækkaði en hækkun hennar nam um þremur prósentustigum. Lækkunin í Asíu fylgir í kjölfar snarprar dýfu á Wall Street en síðan á miðvikudag hafa bréf þar lækkað um að meðaltali níu prósentustig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×