McLaren stjórinn afskrifaði titilinn í lokahringnum 3. nóvember 2008 14:54 Martin Whitmarsh var ánægður með titil Lewis Hamilton. mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir að hann hafi afskrifað titilinn stundarkorn í brasilíska kappakstrinum. Hamilton nældi í titilinn á síðasta beygjukafla brautarinnar. "Við vissum að Hamilton þyrfti að fara framúr einum bíl. Hann átti í vandræðum með að ná Vettel, en við vissum af Timo Glock á þurrdekkjum á blautri braut. En ég var farinn að efast um að Hamilton tækist að ná honum í síðasta hring", sagði Whitmarsh. Regnskvetta af himnum ofan gerði það að verkum að Glock skautaði um brautina og Hamilton náði að smokra sér framúr. Glock fór 20 sekúndum hægar síðasta hringinn. "Við sögum Hamilton að taka ekki áhættu í slagnum við Vettel, því Glock væri skammt undan. Við skoðuðum GPS tækið til að sjá stöðuna og það var sannarlega mjótt á munum að þetta gengi upp. Glock var að tapa tíma, dekkin kólnuðu hjá honum og hann tapaði gripi. Ég spáði í það hvort við hefðum klúðrað titilinum.... en svo sá ég á tímatökuskjánum að Glock varð á eftir okkur og Hamilton var meistari." "Hamilton hélt haus allan tímann og úrslitin í mótinu voru svo sannalega ekki eftir bókinni. Þetta var mögnuð stund", sagði Whitmarsh. Sjá lokastöðuna í stigamótunum Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir að hann hafi afskrifað titilinn stundarkorn í brasilíska kappakstrinum. Hamilton nældi í titilinn á síðasta beygjukafla brautarinnar. "Við vissum að Hamilton þyrfti að fara framúr einum bíl. Hann átti í vandræðum með að ná Vettel, en við vissum af Timo Glock á þurrdekkjum á blautri braut. En ég var farinn að efast um að Hamilton tækist að ná honum í síðasta hring", sagði Whitmarsh. Regnskvetta af himnum ofan gerði það að verkum að Glock skautaði um brautina og Hamilton náði að smokra sér framúr. Glock fór 20 sekúndum hægar síðasta hringinn. "Við sögum Hamilton að taka ekki áhættu í slagnum við Vettel, því Glock væri skammt undan. Við skoðuðum GPS tækið til að sjá stöðuna og það var sannarlega mjótt á munum að þetta gengi upp. Glock var að tapa tíma, dekkin kólnuðu hjá honum og hann tapaði gripi. Ég spáði í það hvort við hefðum klúðrað titilinum.... en svo sá ég á tímatökuskjánum að Glock varð á eftir okkur og Hamilton var meistari." "Hamilton hélt haus allan tímann og úrslitin í mótinu voru svo sannalega ekki eftir bókinni. Þetta var mögnuð stund", sagði Whitmarsh. Sjá lokastöðuna í stigamótunum
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira