Viðskipti erlent

Axcel hættir við kaupin á Sterling

Fjárfestingarsjóðurinn Axcel hefur hætt við kaupin á Sterling flugfélaginu og þar með virðist saga þess öll. Axcel hætti við þar sem ekki var mögulegt að gera langtímaáætlun um áframhaldandi rekstur Sterling.

Christian Frigast forstjóri Axcel segir í samtali við Jyllands-Posten að hann biðji starfsmenn Sterling afsökunnar á því að ekki hafi tekist að koma Sterling á loft að nýju.

"Allir sem komu að samningunum hafa sýnt mikinn áhuga og viljastyrk og við getum gefið starfsfólki Sterling okkar bestu meðmæli," segir Frigast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×