Viðskipti erlent

Olíuverðið nálgast 120 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu fór vel yfir 119 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í nótt og líkur eru á að verðið fari yfir 120 dollara í dag. Það sem veldur þessu er að gengi dollarans hefur aldrei verið lægra gagnvart evrunni og menn hafa áhyggjur af því að olíuframleiðslan í heiminum muni minnka á næstunni. Er þar einkum horft til Nígeríu þar sem uppreisnarmenn hafa eyðilagt olíuleiðslur hjá Shell olíufélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×