Viðskipti erlent

Kröfuhafar Kaupþings í London funda á Café Royal

Kröfuhafar í þrotabú Singer & Friedlander (S&F), banka Kaupþings í Bretlandi, munu funda í dag á Café Royal í London um hve miklu er hægt að bjarga úr lánasafni S&F. Eins og fram hefur komið á visir.is er stór hluti safnsins lán til kaupa á snekkjum og einkaþotum.

The Guardian skrifar um málið í dag og segir við hæfi að fundurinn fari fram á Café Royal enda fastagestir þar víst velkunnir snekkjum og einkaþotum.

Einkalánasafn S&F tekur um 400 viðskiptavini, flesta í hópi ríka og fræga fólksins í London og víðar. Alls nema útistandandi lán til þessa hóps 1,2 milljörðum punda eða hátt í 300 milljörðum kr. Þar af var fjórðungur eða rúmlega 300 milljónir punda lánaður til kaupa á snekkjum og einkaþotum.

Af þessum fjölda viðskiptavina er 33% breskur og að mestu búsettur í London.

Fram kemur í Guardian að heildarupphæðin í fyrirtækjalánabók S&F nemi 824 milljónum punda eða hátt í 200 milljarða kr.. Af þessari upphæð er talið að um fjórðungur sé glatað fé.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×