Viðskipti erlent

Ný stjórn Sambands íslenskra sparisjóða

Aðalfundur Sambands íslenskra sparisjóða var með hefðbundnum hætti í ár en einkenndist vissulega af fjármálaástandinu í dag. Ný stjórn Sambandsins var kjörin og er formaður hennar Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri frá Sparisjóðnum í Keflavík.

Aðrir stjórnarmenn eru: Ólafur Elísson Sparisjóði Vestmannaeyja, Ólafur Haraldsson SPRON, Ragnar Z. Guðjónsson Byr-sparisjóður og Vilhjálmur G. Pálsson Sparisjóði Norðfjarðar.

Í tilkynningu um aðalfundinn segir að þó lausafjárstaða sparisjóðanna sé misjöfn og sumir sparisjóðir standi betur en aðrir er mikil eining um það í sparisjóðunum að halda ótrauðir áfram og verða með sterkari fjármálastofnunum landsins til hagsmuna fyrir viðskiptavini og samfélagið í heild sinni.

Sparisjóðirnir hafa ávallt látið sig nærsamfélagið varða og stutt við atvinnulíf, styrkt íþróttastarf, menningu, menntun og ýmis góðgerðarmál, hver í sínu héraði. Í heild hafa sparisjóðirnir lagt hlutfallslega meira til samfélagsins en aðrar fjármálastofnanir eða vel á þriðja hundrað milljónir árlega í þennan málaflokk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×