Ólag á gjaldeyrisviðskiptum truflar starfsemi Eimskips 24. nóvember 2008 09:53 Þótt áhrif gengislækkunnar krónunnar hafi hingað til haft óveruleg áhrif á rekstur Eimskips hafa gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur truflað greiðsluferli félagsins að einhverju leyti. Án þess þó að hafa nein áhrif á þjónustuna enn sem komið er. Þetta kemur fram í greinargerð sem Eimskip hefur sent Fjármálaeftirlitinu að beiðni þess. Fram kemur að mikil óvissa ríki um stöðu margra fyrirtækja á Íslandi um þessar mundir sem getur haft bein eða óbein áhrif á rekstur Eimskip.Eins og kunnugt er vinnur Eimskip nú að fjárhagslegri endurskipulagningu og stefnir að sölu á einingum sem tengjast frystigeymslustarfsemi félagsins. Söluferlið gengur samkvæmt settum markmiðum og óvissa á fjármálamörkuðum hefur ekki haft bein áhrif á ferlið að svo stöddu. Möguleg óvissa um mat á eignum og skuldum félagsins snýr helst að þeim afleiðusamningum sem félagið gerði við íslenskar lánastofnanir til að verja gengistengda fjármögnun sína og ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig farið verður með. Einnig ríkir áfram óvissa um svokallaða XL kröfu sem félagið tilkynnti sérstaklega um þann 7. október síðastliðinn. Unnið er að úrlausn þessara mála. Mjög erfitt er að meta framtíðarhorfur félagsins að svo stöddu í ljósi óvissu um þróun mála á fjármálamörkuðum. Félagið starfar á mörgum mörkuðum sem hingað til hafa þróast misjafnlega og því erfitt að segja nákvæmlega til um framtíðarhorfur félagsins í heild. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þótt áhrif gengislækkunnar krónunnar hafi hingað til haft óveruleg áhrif á rekstur Eimskips hafa gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur truflað greiðsluferli félagsins að einhverju leyti. Án þess þó að hafa nein áhrif á þjónustuna enn sem komið er. Þetta kemur fram í greinargerð sem Eimskip hefur sent Fjármálaeftirlitinu að beiðni þess. Fram kemur að mikil óvissa ríki um stöðu margra fyrirtækja á Íslandi um þessar mundir sem getur haft bein eða óbein áhrif á rekstur Eimskip.Eins og kunnugt er vinnur Eimskip nú að fjárhagslegri endurskipulagningu og stefnir að sölu á einingum sem tengjast frystigeymslustarfsemi félagsins. Söluferlið gengur samkvæmt settum markmiðum og óvissa á fjármálamörkuðum hefur ekki haft bein áhrif á ferlið að svo stöddu. Möguleg óvissa um mat á eignum og skuldum félagsins snýr helst að þeim afleiðusamningum sem félagið gerði við íslenskar lánastofnanir til að verja gengistengda fjármögnun sína og ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig farið verður með. Einnig ríkir áfram óvissa um svokallaða XL kröfu sem félagið tilkynnti sérstaklega um þann 7. október síðastliðinn. Unnið er að úrlausn þessara mála. Mjög erfitt er að meta framtíðarhorfur félagsins að svo stöddu í ljósi óvissu um þróun mála á fjármálamörkuðum. Félagið starfar á mörgum mörkuðum sem hingað til hafa þróast misjafnlega og því erfitt að segja nákvæmlega til um framtíðarhorfur félagsins í heild.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira