Viðskipti erlent

Rio Tinto hættir við álver í Saudi-Arabíu

Rio Tinto hefur ákveðið að hætta sem fjárfestir í nýju álveri í Saudi-Arabíu. Með þessu mun félagið spara nær 5 milljarða dollara eða sem svarar til nær 600 milljörðum kr..

Verkið átti að kosta um 10 milljarða dollara í heild og hafði Rio Tinto skuldbundið sig fyrir 49% af upphæðinni. Samkvæmt frétt í breska blaðinu Telegraph mun Rio Tinto draga sig úr fjárfestingunni en halda áfram sem ráðgjafi við byggingu álversins.

Eins og kunnugt er af fréttum hefur Rio Tinto ákveðið mikinn niðurskurð í starfsemi sinni á heimsvísu með uppsögnum á um 14.000 manns. Fjárhagsstaða Rio Tinto er slæm þessa daganna einkum vegna kaupa félagsins á Alcan á síðasta ári en með þeim kaupum eignaðist Rio Tinto m.a. álverið í Straumsvík.

Fram hefur komið að niðurskurður Rio Tinto mun ekki bitna á starfsemi félagsins á Íslandi.

Við fréttirnar í dag hækkuðu hlutabréf í Rio Tinto um 4%.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×