Markaðsvirði Storebrand minnkar um helming á mánuði 24. nóvember 2008 15:55 Markaðsvirði norska banka- og tryggingarfélagsins Storebrand hefur minnkað um helming á einum mánuði. Undir lok markaðarins í Osló í dag var hluturinn seldur á 10 norskar kr. sem er lægsta verð á hlutnum frá árinu 1993. Bæði Kaupþing og Exista voru stórir hluthafar í Storebrand fyrir hrun bankakerfisins á Íslandi. Exista seldi 20% hlut sinn skömmu eftir hrunið með miklu tapi og Kaupþingshluturinn upp á 10% var settur í sölu af Royal Bank of Scotland um miðjan mánuðinn en sá bankinn var með veð í þeim hlut. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni E24.no er engin augljós skýring á þessari miklu lækkun á Storebrand undanfarin mánuð. Mest af lækkuninni hefur orðið á síðustu viku eða um 40%. Helsta ástæðan fyrir þessum lækkunum er talin vera vaxtalækkanir í Noregi undanfarnar vikur í kjölfar stýrvaxtalækkana hjá norska seðlabankanum. Þessar lækkanir koma sér illa fyrir Storebrand sem segist tryggja viðskiptavinum sínum 3,5% ávöxtun á fé þeirra. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Markaðsvirði norska banka- og tryggingarfélagsins Storebrand hefur minnkað um helming á einum mánuði. Undir lok markaðarins í Osló í dag var hluturinn seldur á 10 norskar kr. sem er lægsta verð á hlutnum frá árinu 1993. Bæði Kaupþing og Exista voru stórir hluthafar í Storebrand fyrir hrun bankakerfisins á Íslandi. Exista seldi 20% hlut sinn skömmu eftir hrunið með miklu tapi og Kaupþingshluturinn upp á 10% var settur í sölu af Royal Bank of Scotland um miðjan mánuðinn en sá bankinn var með veð í þeim hlut. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni E24.no er engin augljós skýring á þessari miklu lækkun á Storebrand undanfarin mánuð. Mest af lækkuninni hefur orðið á síðustu viku eða um 40%. Helsta ástæðan fyrir þessum lækkunum er talin vera vaxtalækkanir í Noregi undanfarnar vikur í kjölfar stýrvaxtalækkana hjá norska seðlabankanum. Þessar lækkanir koma sér illa fyrir Storebrand sem segist tryggja viðskiptavinum sínum 3,5% ávöxtun á fé þeirra.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira